Þjóðvegur í þéttbýli Dalvíkur - Skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulags

Þjóðvegur í þéttbýli Dalvíkur - Skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulags

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að kynna skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið nær yfir vegstæði þjóðvegar nr. 82, þar sem hann liggur gegnum þéttbýlið Dalvík frá þéttbýlismörkum á Skíðabraut í suðri við Svarfaðadalsveg, um Hafnarbraut og Gunnarsbraut og að bænum Mó í norðri. Vegalengdin er um 2,3 km og eru á vegkaflanum fjöldi gatnamóta auk aðkomum að lóðum sem að götunni liggja. Markmið með deiliskipulaginu er að tryggja sem best umferðaröryggi allra vegfarenda og bæta skilvirkt umferðarflæði með því að endurskoða gatnamót og innkeyrslur og ná þannig fram heildstæðum umferðaröryggisaðgerðum.

Hægt er að skoða skipulags- og matslýsinguna hér.

Skipulags- og matslýsingin verður til sýnis á í Ráðhúsi Dalvíkur. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa  Ráðhúsi, 620 Dalvík eða á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is. til 13. janúar 2021.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Dalvíkurbyggðar