Snerra í Svarfaðardal - Deiliskipulagsbreyting

Snerra í Svarfaðardal - Deiliskipulagsbreyting

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst deiliskipulagsbreyting fyrir Snerru í Svarfaðardal. Breytingin felst í 1,8 ha stækkun á landi Snerru í kjölfar makaskipta á landi og fjölgun byggingarreita um einn.

Breytingartillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá 30. júlí til og með 12. september 2021. Tillagan er einnig aðgengileg hér fyrir neðan í viðhengi.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 12. september 2021 annað hvort í Ráðhús Dalvíkurbyggðar eða á netfangið helgairis@dalvikurbyggd.is.

Breytingartillaga fyrir Snerru í Svarfaðardal