Skipulagslýsing fyrir Dalbæ og nágrenni – deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting

Skipulagslýsing fyrir Dalbæ og nágrenni – deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum 26. apríl 2022 að vísa skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag við Dalbæ og nágrenni ásamt skipulagslýsingu tilheyrandi aðalskipulagsbreytingar í kynningarferli skv. 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið tekur til nýrra íbúðarlóða norðan við Dalbæ, skilgreiningu á lóð Dalbæjar, stækkunar á lóð leikskólans Krílakots og breytingar á hluta opins svæðis og stofnanasvæðis ofan Lágar í íbúðarsvæði.

Óskað er eftir ábendingum, tillögum og sjónarmiðum um fyrirhugaða skipulagsvinnu á Dalvík. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið á einhvern hátt skulu koma efni sínu skriflega til framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, 620 Dalvík, eða á netfangið helgairis@dalvikurbyggd.is fyrir þriðjudaginn 31. maí 2022.

Hér má sjá skipulagslýsingu fyrir svæðið