Sjávarstígur 2 Hauganesi Framkvæmdaleyfi fyrir dýpkun borholu með sprengiefni

Sjávarstígur 2 Hauganesi Framkvæmdaleyfi fyrir dýpkun borholu með sprengiefni

Framkvæmdaleyfi fyrir dýpkun borholu með sprengiefni
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur gefið út framkvæmdaleyfi til handa Ocean EcoFarm ehf. fyrir notkun sprengiefnis til dýpkunar borholu á lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi.
Framkvæmdin er fyrirhuguð á tímabilinu 10.-16.september nk. og er áætlað að hún taki allt að 3-5 daga.
Lóðarhafar á Hauganesi munu á næstu dögum fá bréfpóst með tilkynningu um fyrirhugaða framkvæmd.

Framkvæmdaleyfi ásamt fylgiskjölum má sjá hér.
Þau sem óska nánari upplýsinga geta sent fyrirspurn til skipulagsfulltrúa í netfangið mariam@dalvikurbyggd.is