Nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045 Tillaga á vinnslustigi - íbúafundur

Nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045 Tillaga á vinnslustigi - íbúafundur

Nýtt Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045
Tillaga á vinnslustigi - íbúafundur

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kynnir drög að tillögu að nýju Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2025-2045 skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða heildarendurskoðun á gildandi aðalskipulagi. Í aðalskipulaginu er sett fram stefna um um landnotkun og framtíðarsýn sveitarfélagsins sem ætlað er að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnulíf og gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða.

Eftirtalin skipulagsgögn verða í kynningu frá 22.október til 11.nóvember nk.
Greinargerð
Sveitarfélagsuppdráttur
Þéttbýlisuppdrættir
Forsendur
Skýringaruppdráttur – Vegir í náttúru Íslands
Skýringaruppdráttur – Flokkun landbúnaðarlands
Skýringaruppdráttur – Náttúruvernd
Skýringaruppdráttur - Minjar

Gögnin má jafnframt nálgast í afgreiðslu í ráðhúsi Dalvíkurbyggðar og á skipulagsgátt, skipulagsgatt.is undir máli nr. 1264/2024. https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1264
Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang kemur fram má skila á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt.

Frestur til að koma á framfæri ábendingum við skipulagstillöguna er veittur til 11.nóvember 2025.
Íbúafundur verður haldinn í Bergi menningarhúsi mánudaginn 27.október nk. þar sem skipulagstillagan verður kynnt og þátttakendum gefinn kostur á að taka þátt í fyrirspurnum og umræðum.
Fundurinn hefst klukkan 17. Fyrri hluti fundarins mun fjalla um þéttbýliskjarnana og seinni hlutinn um dreifbýlissvæðin.

Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta og kynna sér stefnumótun Dalvíkurbyggðar til framtíðar.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Skipulagsfulltrúi