Íbúafundur um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð - Seiðaeldisstöð og landfylling á Árskógssandi

Íbúafundur um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð - Seiðaeldisstöð og landfylling á Árskógssandi

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og drög að deiliskipulagi

Almennur kynningarfundur verður haldinn um breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna fyrirhugaðrar seiðaeldisstöðvar og landfyllingar á Árskógssandi. Einnig verða kynnt drög að deiliskipulagi athafnasvæðis á nýrri fyllingu við höfnina.

Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Árskógi, Árskógsströnd, miðvikudaginn 11. júlí n.k. klukkan 20:00.

 

Börkur Þór Ottósson

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs