Hafnarsvæði á Dalvík - Deiliskipulagsbreyting

Hafnarsvæði á Dalvík - Deiliskipulagsbreyting

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst deiliskipulagsbreyting fyrir Hafnarsvæði á Dalvík.
Breytingin felst í sameiningulóðanna að Gunnarsbraut 8 og 10 í eina lóð auk breytinga á innkeyrslum.

Deiliskipulagsbreytingin kallar ekki á breytingu á aðalskipulagi.
Breytingartillöguna má sjá hér.

Breytingartillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkur frá 20. desember 2021 til og með 1. febrúar 2022. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar ogberast skipulags- og tæknifulltrúa í síðasta lagi 1. febrúar 2022 annað hvort í Ráðhús Dalvíkur eða á netfangið helgairis@dalvikurbyggd.is.