Dalvíkurlína 2 - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Dalvíkurlína 2 - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. september 2022 að kynna hér með skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 drög að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna áforma um lagningu Dalvíkurlínu 2.

Fyrirhuguð Dalvíkurlína 2 er 66 kV jarðstrengur sem liggur frá Akureyri til Dalvíkur og er ætlað að tryggja örugga orkuafhendingu til Dalvíkur og nærsveita með tvöfaldri tengingu við meginflutningskerfi Landsnets. Skipulagstillögurnar eru kynntar með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á strengleið við nánari úrvinnslu verkefnisins. Í skipulagsverkefninu felst einnig að lega göngu- og hjólaleiðar er löguð að strengleið Dalvíkurlínu 2.

Tillöguuppdrættir ásamt umhverfisskýrslu verða aðgengilegir á skrifstofum frá 28.september – 19.október 2022

Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram má skila með tölvupósti á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is eða bréfleiðis til sveitarfélagsins.
Frestur til að koma á framfæri ábendingum við tillögurnar er til og með 19.október 2022.

Tillöguuppdráttur
Greinargerð
Umhverfisskýrsla