Breyting á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Breyting á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Flutningur raforku - Skipulagslýsing

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar vinnur nú að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024, sem staðfest var 21.1.2014. Breytingin mun taka til legu flutningslína raforku en ekki voru forsendur til þess að ganga frá legu þeirra þegar svæðisskipulagið var unnið. Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur verið tekin saman skipulags- og matslýsing þar sem gerð er grein fyrir áherslum, helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, skipulagskostum og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Lýsing er sett fam og kynnt í upphafi verks til þess að almenningur, umsagnaraðilar og hagsmunaaðilar fái upplýsingar um fyrirhugaða skipulagsvinnu og geti sett fram sjónarmið, athugasemdir og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð skipulagsins. 

Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna sjö sem aðild eiga að svæðisskipulaginu, á vefsíðum þeirra og á vef Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar www.afe.is

Sveitarfélag

Athugasemdir og ábeningar skulu vera skrifalegar. 

Nafn, kennitala og heimilsfang sendanda skal koma fram. Þær skulu sendar til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Hafnarstræti 91, 600 Akureyri, eða á netfangið afe@afe.is merktar Svæðisskipulag Eyjafjarðar, eigi síðar en föstudaginn 6. apríl. 

Þegar endanleg breytingartillaga liggur fyrir verður hún kynnt almenningi með formlegum hætti á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt og auglýst með sex vikna athugasemdafresti í samræmi við ákvæði 2. mgr. 23.gr. skipulagslaga. 

Skipulagslýsing - Breyting vegna flutningslína raforku

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar