Fréttir og tilkynningar

Skuggabirta í Bergi

Skuggabirta í Bergi

Skuggabirta er nafn á sýningu sem opnaði laugardaginn 8. apríl í Bergi á Dalvík en þar sýnir Guðmundur Ármann vatnslitamyndir og olíumálverk.  Viðfangsefni sýningarinnar er hin kvika birta náttúrunnar og vísar titill sýningarinnar, Skuggabirta, til þess. Vatnslitamyndirnar eru málaðar úti í náttúru…
Lesa fréttina Skuggabirta í Bergi
Auglýst eftir rekstraraðila að tjaldsvæði

Auglýst eftir rekstraraðila að tjaldsvæði

Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð óskar eftir umsóknum frá aðilum sem vilja taka að sér rekstur tjaldsvæðisins á Dalvík með samningi til allt að 10 ára. Um er að ræða rekstur á núverandi aðstöðu tjaldsvæðisins gegn leigugreiðslu en öll frekari uppbygging á svæðinu skal fara fram á ábyrgð og kostnað leig…
Lesa fréttina Auglýst eftir rekstraraðila að tjaldsvæði
Lokun á heitu vatni í Svarfaðardal og Skíðadal

Lokun á heitu vatni í Svarfaðardal og Skíðadal

Á morgun, þriðjudaginn 11. apríl, verður lokað fyrir heita vatnið í Svarfaðardal og Skíðadal frá kl. 13:00 og fram eftir degi vegna viðgerða.  Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. 
Lesa fréttina Lokun á heitu vatni í Svarfaðardal og Skíðadal
Tilkynning til íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og dreifbýli

Tilkynning til íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og dreifbýli

Á fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. apríl síðastliðinn samþykkti ráðið tillögu sviðsstjóra sem lýtur að lausn vandamála vegna hreinleika neysluvatns úr Krossafjalli. Sú lausn sem kynnt var gerir ráð fyrir því að settur verði búnaður á stofnæð vatnsveitunnar sem tryggir hreinleika vatnsins  með notku…
Lesa fréttina Tilkynning til íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og dreifbýli
Aprílspá veðurklúbbsins á Dalbæ

Aprílspá veðurklúbbsins á Dalbæ

Þriðjudaginn 4.  apríl 2017  komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar.   Almenn ánægja var með hvernig til tóks með veðurspá fyrir mars. Öll frávik voru innan skekkjumarka eins og fræðingarnir segja.  Páskatunglið  kviknaði  þriðjudaginn 28.   í N. kl. 02:57.  Síðan kviknar nýtt tungl 2…
Lesa fréttina Aprílspá veðurklúbbsins á Dalbæ
Fjölskylduvænt og friðsælt, skapandi og áhugavert

Fjölskylduvænt og friðsælt, skapandi og áhugavert

Það er kyrrlátur morgunn. Blærinn ber með sér ferskan sjávarilminn. Þögnin er friðsæl og maður finnur hvernig hún tekur sér bólfestu í sálinni. Smá saman hefur dagurinn betur í baráttunni við nóttina og bráðum mun hann ríkja einn þegar birtan tekur yfir sólarhringinn. Bærinn vaknar af svefninum, mor…
Lesa fréttina Fjölskylduvænt og friðsælt, skapandi og áhugavert
Takmörkun á vatnsnotkun aflétt - tilkynning til íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og dreifbýli

Takmörkun á vatnsnotkun aflétt - tilkynning til íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og dreifbýli

Með vísan til tilkynningar sem borin var út til íbúa 24. mars sl. er hér með takmörkunum á hefðbundinni vatnsnotkun aflétt. Markvisst hefur verið unnið að úrbótum og hefur neysluvatnskerfið náð að hreinsa sig. Vatnsveitan vill biðja íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og dreifbýli velvirðingar á þeim ó…
Lesa fréttina Takmörkun á vatnsnotkun aflétt - tilkynning til íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og dreifbýli
Opið fyrir umsóknir í menningarsjóð

Opið fyrir umsóknir í menningarsjóð

Menningarráð Dalvíkurbyggðar auglýsir opið fyrir umsóknir um styrki í Menningarsjóð sveitarfélagsins vegna ársins 2017. Umsóknir þurfa að berast fyrir 3. apríl nk. á þar til gerðum eyðublöðum, inn á „Mín Dalvíkurbyggð/umsóknir“. Við úthlutun er m.a. tekið mið af menningarstefnu sveitarfélagsins. Sló…
Lesa fréttina Opið fyrir umsóknir í menningarsjóð
Dalvíkurbyggð á snapchat

Dalvíkurbyggð á snapchat

Dalvíkurbyggð hefur nú tekið samfélagsmiðilinn snapchat í sína þjónustu. Fyrst um sinn verður snappið upp í Íþróttamiðstöð þar sem áhugasamir geta fylgst með þeim breytingum sem nú standa yfir þar. Þeir sem fylgjast með okkur á snappinu geta leitað undir nafninu dalvikurbyggd. 
Lesa fréttina Dalvíkurbyggð á snapchat
Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð - deiliskipulag Snerra

Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð - deiliskipulag Snerra

Þann 21. mars 2017 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Snerru, Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða deiliskipulag á 11,1 ha skika sem tekinn hefur verið út úr jörðinni Jarðbrú í Svarfaðardal, Dalvíkurbygg…
Lesa fréttina Auglýsing um skipulagsmál í Dalvíkurbyggð - deiliskipulag Snerra
Laust er til umsóknar starf hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar

Laust er til umsóknar starf hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar

 Umsóknarfrestur er til 4. apríl. Um er að ræða almennt starf sem lítur m.a. að viðhaldi og eftirliti á hafnasvæðum, móttöku skipa, vigtun afla. Laun eru samkvæmt kjarasamningi á milli Launanefndar sveitafélaga og Kjalar. Umsóknir skal senda á netfangið steini@dalvikurbyggd.is  Upplýsingar um sta…
Lesa fréttina Laust er til umsóknar starf hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar
Tilkynning til íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og dreifbýli

Tilkynning til íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og dreifbýli

Þann 22. mars síðastliðinn var tekið sýni úr neysluvatni fyrir íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og á Árskógströnd. Þann 24. mars kl. 11:15  var niðurstaðan ljós og sýndi að neysluvatnið er mengað. Í samráði við heilbrigðiseftirlit er því beint til íbúa að sjóða vatn til beinnar neyslu. Markvisst er …
Lesa fréttina Tilkynning til íbúa á Árskógssandi, Hauganesi og dreifbýli