Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar 2025 fyrir ungmenni fædd árið 2008

Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar 2025 fyrir ungmenni fædd árið 2008

Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf nemenda vinnuskóla fædd 2008. Öll ungmenni sem búa í Dalvíkurbyggð og eru fædd á árið 2008 geta nú sótt um vinnu við vinnuskóla Dalvíkurbyggðar, einnig ef ungmennið á a.m.k. annað foreldri með lögheimili í Dalvíkurbyggð.

Vinnuskólinn hefst þriðjudaginn 10. júní og mun starfa í sex vikur, eða til og með 18. júlí.

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí nk. Sótt er um störfin í gegnum þjónustugátt Dalvíkurbyggðar með rafrænum skilríkjum.

Vinnuskólinn er fyrst og fremst skóli þar sem nemendur/starfsmenn fá að stíga sín fyrstu skref í starfi undir leiðsögn og með stuðningi flokksstjóra og eldri starfsmanna Vinnuskólans. Markmið Vinnuskólans er að undirbúa unglingana í vinnu áður en haldið er út á hinn almenna vinnumarkað. Lögð er áhersla á að nemendur virði samskiptareglur, sýni ástundun, vinnusemi og virðingu gagnvart starfi og umhverfi.

Hér má sjá kynningu frá vinnuskólanum um fyrirhugað starf hans núna í sumar.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Viktori Daða, verkstjóra Vinnuskólans: viktor@dalvikurbyggd.is