Tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar um verkföll

Tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar um verkföll

Daganna 9. til 11. maí 2023 var haldin atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Kjalar sem starfa í sundlaugum og íþróttamannvirkjum hjá Dalvíkurbyggð um boðun verkfalls. Samþykktu 100% félagsmanna verkfallsboðun. Þátttakan var 71,43% eða 5 af alls 7 sem voru á kjörskrá.

Daganna 16. til 19. maí 2023 var haldin atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Kjalar um boðun verkfalls hjá Dalvíkurbyggð. Niðurstaðan varð sú að 54 samþykktu verkfallsboðun af alls 62 greiddum atkvæðum. Þannig samþykktu 87,10 % félagsmanna verkfallsboðun. Þátttakan var 62,63 % eða 62 af alls 99 sem voru á kjörskrá.

Það tilkynnist hér með að vinnustöðvanir munu hefjast á miðnætti aðfaranótt 27. maí og 5. júní 2023 og verða sem hér segir:

  • Vinnustöðvanir munu hefjast klukkan 00:00 laugardaginn 27. maí 2023 og standa til klukkan 23:59 mánudaginn 29. maí 2023 í íþróttamiðstöð og sundlaug Dalvíkurbyggðar.
  • Ótímabundið frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar í íþróttamiðstöð og sundlaug Dalvíkurbyggðar.
  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem í Leikskólum hjá Dalvíkurbyggð.
  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í Ráðhúsi Dalvíkur hjá Dalvíkurbyggð
  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar á höfnum Dalvíkurbyggðar.
  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar.
  • Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í veitum Dalvíkurbyggðar.

 

Kjölur Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu