Tilkynning frá Veitum-Dalvík

Tilkynning frá Veitum-Dalvík

Heilbrigðisstofnun kom og tók sýni á mánudaginn sem voru send í ræktun. Endanlegar niðurstöður sýnanna koma á morgun en bráðabirgðaniðurstaða kom í dag og sýnir að EKKI eru coligerlar í neysluvatninu.
Okkur ætti því að vera óhætt að drekka vatnið beint úr krananum án þess að sjóða það.
Líkur benda til þess að ályktun okkar hafi verið rétt í upphafi, að þetta bragð og þessi lykt sé vegna leysinga en getum verið fullviss á morgun þegar endanlegar niðurstöður berast.

Við hvetjum notendur til að senda inn ábendingu á heimasíðu Dalvíkurbyggðar gegnum ábendingahnappinn, ef ennþá finnst vond lykt eða bragð af vatninu.

kveðja, Veitur Dalvíkurbyggðar