Skólaliði - Dalvíkurskóli

Skólaliði - Dalvíkurskóli

Skólaliði - Dalvíkurskóli
Dalvíkurskóli auglýsir eftir skólaliða í 56,91% starfs frá og með 13. ágúst 2025, tímabundin ráðning til eins árs vegna fæðingarorlofs.

Næsti yfirmaður er skólastjóri.

Starfssvið og helstu verkefni:

  • Daglegar ræstingar
  • Vinna í mötuneyti skólans
  • Aðstoð við nemendur í leik og starfi

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Starfsreynsla í grunnskóla æskileg
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Góð færni í mannlegum samskipum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslenskukunnáttu æskileg
  • Hreint sakavottorð

Dalvíkurskóli er 234 barna grunnskóli sem leggur áherslu teymiskennslu og góð samskipti. Einkunnarorð skólans eru: Þekking og færni – virðing og vellíðan. Skólinn vinnur eftir aðferðum Uppbyggingarstefnunnar og Byrjendalæsis. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun í stuðningskennslu og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Skólinn er Grænfánaskólar og leggur ríka áherslu á notkun snjalltækja í kennslu.

Umsóknarfrestur um stöðuna er til og með 7. júlí 2025.

Sótt er um í gegnum Þjónustugátt Dalvíkurbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja með ferilsskrá auk staðfestra afrita af leyfisbréfi (ef við á) og prófskírteinum, sem og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um óháð kyni og uppruna.

Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt að hafna öllum umsóknum.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.
Frekari upplýsingar veita Friðrik Arnarson, skólastjóri í síma 460 4983 eða í netpósti fridrik@dalvikurbyggd.is.

Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð með metnaðarfulla framtíðarsýn og öflugt atvinnu- og menningarlíf. Umhverfið er öruggt og sérlega fjölskylduvænt með grunn- og leikskólum sem leggja meðal annars áherslu á virðingu og vellíðan.
Náttúrufegurð er mikil og aðstaða til íþróttaiðkunar og hvers kyns útivistar er framúrskarandi.