Síðasti heimaleikurinn hjá Dalvík/Reyni þetta árið.

Síðasti heimaleikurinn hjá Dalvík/Reyni þetta árið.

Dalvík/Reynir leikur sinn síðasta heimaleik tímabilsins í dag á Dalvíkurvelli. Leikurinn hefst kl.18:00 og er andstæðingurinn Höttur/Huginn frá Egilstöðum & Seyðisfirði. 
Dalvík/Reynir er búið að eiga frábært tímabil og situr í efsta sæti 2.deildar þegar aðeins 2 leikir eru eftir og geta með sigri í kvöld tryggt sér sæti í lengjudeildini að ári. 
Það yrði þá í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem lið frá Dalvíkurbyggð leikur í næst efstu deild á Íslandi. Sjáumst á Dalvíkurvelli, Áfram Dalvík/Reynir!