„Opnar skrifstofur“ um allt Norðurland í nóvember

„Opnar skrifstofur“ um allt Norðurland í nóvember

Í nóvember verða starfsmenn MN á ferðinni um Norðurland og verða með „opnar skrifstofur“ á nokkrum stöðum. Þangað geta allir komið sem vilja ræða málin, kynnast starfsemi MN betur eða kynna sína starfsemi fyrir MN.

 

Þetta er tilvalið tækifæri til að afla sér upplýsinga um hvernig koma megi betri tengslum á við ferðaskrifstofur, hvernig nýta má heimasíðu MN, myndabankann og samfélagsmiðla. Um leið er þetta tækifæri til að efla samskiptin á milli MN og samstarfsfyrirtækja, ná samtölum í persónu og skapa betri tengsl.

 

Fulltrúar MN verða Rögnvaldur Már Helgason, verkefnastjóri upplýsingaþjónustu, útgáfu og almannatengsla og Katrín Harðardóttir, verkefnastjóri ferðaskrifstofa og þróunar.

 

Ekki er þörf á að skrá sig á fundina, en þó væri gott að senda póst á Rögnvald Má ( rognvaldur@nordurland.is) ef þið hafið í hyggju að mæta. Það er þó ekki skylda, það er sjálfsagt mál að kíkja við eftir því sem hentar.

 

Tímasetningar og staðsetningar:

 • 15. nóvember
  • Ólafsfjörður, Tjarnarborg, kl. 15:45-16:45 og svo frá 19:00-19:45 (fyrir og eftir haustfund)
 • 22. nóvember
  • Húsavík, Fosshótel (Lundey), kl. 10-11:30
  • Þistilfjörður, Grásteinn Guesthouse (salur), 17-18:30
 • 23. nóvember
  • Mývatnssveit, Jarðböðin (efri hæð), 10:30-12
 • 29. nóvember
  • Skagafjörður, Hótel Varmahlíð, 10-11:30
  • Blönduós, Textílmiðstöðin, 13-14:30
  • Hvammstangi, Útibúið, 17-18:30