Okkar bestu kveðjur til Grindvíkinga.

Okkar bestu kveðjur til Grindvíkinga.

Hugur okkar í Dalvíkurbyggð er hjá Grindvíkingum þessa stundina sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og upplifað nú þegar miklar hamfarir sem ekki sér fyrir endann á.
Okkur finnst því mikilvægt að við tökum höndum saman og aðstoðum eftir fremsta megni eins og við erum þekkt fyrir.

Rauði krossinn hefur sett á vefinn skráningarblað sem ætlað er þeim sem geta lánað húsnæði til þeirra Grindvíkinga sem eru ekki komnir í húsaskjól.
Við hvetjum alla íbúa Dalvíkurbyggðar sem mögulega geta aðstoðað með húsnæði að skrá það hjá Rauða krossinum.

Smelltu hér til að komast í skráningarblað Rauða krossins.