Laus til umsóknar - Störf nemenda Vinnuskóla 2023

Laus til umsóknar - Störf nemenda Vinnuskóla 2023

Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf nemenda Vinnuskóla sumarið 2023. Öll ungmenni sem stunda nám í grunnskólum Dalvíkurbyggðar og eru fædd á árunum 2007, 2008 og 2009 geta sótt um. Einnig er hægt að sækja um ef nemandi á a.m.k. annað foreldrið með lögheimili í Dalvíkurbyggð.

Vinnuskólinn starfar í níu vikur sumarið 2023. Hann hefst 5. júní og er starfstími hans fram að Verslunarmannahelgi. Í ár verður starfstími frjálsari en áður og nemendur fá meira svigrúm til að skipuleggja vinnutímann að eigin þörfum.

Áætlaðar vinnuvikur hvers árgangs og hámark vinnustunda á dag er eftirfarandi:

Árgangur 2007: 9 vikur, allt að 8 klst. á dag.
Árgangur 2008: 9 vikur, allt að 8 klst. á dag
Árgangur 2009: 9 vikur, allt að 6 klst. á dag.

Umsóknarfrestur er til og með 1. maí nk.

Umsækjendur þurfa að sækja um starfið í gegn um Íbúagátt Dalvíkurbyggðar. Umsækjendur skrá sig inn á Íbúagátt með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Þegar komið er inn í Íbúagáttina er farið á „Atvinnuumsókn“ og umsóknarformið “Atvinnuumsókn - Sumar 2023 - Nemendur vinnuskóla” fyllt út og sent inn.

Staðfesting á skráningu í Vinnuskólann berst eftir að umsóknarfresti lýkur.

Athugið að foreldrar geta ekki sótt um í fyrir börn sín þar sem skráning verður sjálfkrafa á kennitölu þess sem skráir sig inn. Einnig þurfa umsækjendur að skrá launareikning í sinni eigin eigu.

Nánari upplýsingar veitir undirrituð:

Helga Íris Ingólfsdóttir
Deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar
helgairis@dalvikurbyggd.is

Kynningarefni um Vinnuskólann 2023 er hér.