Kynningarfundir og gönguferðir vegna framtíðaráætlana í skógarreitunum Bögg og Brúarhvammsreit.

Kynningarfundir og gönguferðir vegna framtíðaráætlana í skógarreitunum Bögg og Brúarhvammsreit.

Kynningarfundir vegna framtíðaráætlana fyrir skógarreitina Bögg og Brúarhvammsreit. Fundirnir verða tveir bæði í Menningarhúsinu Bergi sem og í félagsheimilinu í Árskógi. 

Þeir munu fara fram næsta laugardag 8.nóvember kl.11:00 í menningarhúsinu Bergi Dalvík og eftir hann þá verður farið í gönguferð um Bögg þar sem farið verður yfir uppbyggingaráætlunina.

Seinni fundurinn fer svo fram sama dag þann 8.nóvember kl. 14:00.  Eftir fundinn í Árskógi þá verður svo farið í göngutúr um Brúarhvammsreit þar sem uppbygingaráætlun fyrir hann verður kynnt. 

Við hvetjum öll þau sem eru áhugasöm um framtíðaráform fyrir þessar perlur okkar í Dalvíkurbyggð til þess að mæta og kynna sér framtíðaráætlanir fyrir reitina.