Kjálki úr búrhval til sýnis í ráðhúsinu.

Kjálki úr búrhval til sýnis í ráðhúsinu.

Kjálki úr búrhval.Nú er kjálki úr búrhval til sýnis á annarri hæð í ráðhúsinu.

Þessi kjálki og tennur eru búrhval sem strandaði á Böggvistaðasandi 5.maí 2016. Hvalurinn var um 13 metra langur og 15-20 tonn. Hvalrekið vakti mikla athygli meðal heimamanna og landsmanna allra. Gerð var tilraun til þess að farga hræinu með því að draga það út Eyjafjörðinn og sprengjudeild Landhelgisgæslunar sprengdi svo hræið í þeim tilgangi að sökkva því, það gekk því miður ekki og hvalinn rak aftur upp á Böggvistaðasand, hræið var þá tekið og grafið.

 

 

Búrhvalir eru ekki algengir gestir í Eyjafirði því mjög óvenjulegt að slíkan hval skyldi reka á fjörur í Dalvíkurbyggð. Búrhvalir eru stærstu tannhvalir sem lifa á jörðinni en þeir geta orðið 15-20 metra langir og u.þ.b. 20 tonn. Þeir eru flokkaðir sem úthafshvalir og halda sig lítið við grunnsævi sem gerir strandið enn óvenjulegra. Búrhvalir geta kafað niður á allt að 2000 metra dýpi og verið í kafi allt að 2klst.