Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð

Íþrótta- og æskulýðsráð Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð

Helstu markmið sjóðsins eru að styðja og veita viðurkenningu fyrir góðan árangur og öflugt íþrótta-, félags- og æskulýðsstarf í
sveitarfélaginu. Einnig að veita viðurkenningar til félaga fyrir gott fordæmi á sviði almenningsíþrótta.

Styrkumsóknir skulu berast í gegnum þjónustugátt Dalvíkurbyggðar (undir umsóknir) eigi síðar en
miðvikudaginn 29. nóvember 2023. Reglur sjóðsins má finna hér. 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 14.aldursári til þess að geta sótt um.

Nánari upplýsingar veitir Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi