Iðnaðarsvæði í landi Ytri Haga
Nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kynnir skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 drög að tillögu að deiliskipulagi fyrir nýtt iðnaðarsvæði í landi Ytri Haga.
Tillagan nær yfir svæði sem liggur í norður frá bænum Syðri Haga í átt að Sólbakka. Á svæðinu verður gert ráð fyrir þremur lóðum fyrir borholuplan, borholuhús, dælustöð og loftskilju, ásamt því að tillagan gerir ráð fyrir aðkomu að skipulagssvæðinu um nýjan þjónustuveg.
Deiliskipulagsuppdrátt ásamt greinargerð má nálgast hér deiliskipulagsuppdráttur, greinargerð. Jafnframt má nálgast skipulagsgögnin í afgreiðslu á 1.hæð í ráðhúsi Dalvíkur og á Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is undir máli nr. 74/2026.
Öll áhugasöm eru hvött til að kynna sér tillöguna og senda inn ábendingar. Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram má skila með tölvupósti á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til framkvæmdasviðs í Ráðhúsi Dalvíkur eða í gegnum Skipulagsgátt.
Frestur til að senda inn ábendingar við skipulagstillöguna er veittur til 10.febrúar nk.
Skipulagsfulltrúi