Hafnarvörður óskast

Hafnarvörður óskast

Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar auglýsir laust starf hafnarvarðar/hafnsögumanns I í 100% starf með bakvöktum. Leitað er að öflugum og jákvæðum einstaklingi í afar fjölbreytt og lifandi starf.

Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Framkvæmdasviðs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið og helstu verkefni:

  • Dagleg umsjón, eftirlit og viðhald á hafnasvæðum.
  • Daglegt eftirlit með skipum, móttaka þeirra, leiðsögn, skráning og afgreiðsla.
  • Vigtun afla.
  • Skráning og skil upplýsinga til reikningagerðar samkvæmt gjaldskrá.
  • Öryggis- og umhverfismál.
  • Almenn viðhaldsverkefni og þrif.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af næsta yfirmanni hverju sinni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • 30 tonna skipstjórnarréttindi (smáskipanámskeið) og hafnsöguréttindi eru kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði.
  • Góð þekking og reynsla af Outlook, Excel og Word er skilyrði.
  • Gott vald á íslenskri tungu í ræðu og riti.
  • Iðnmenntun kostur.
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Rík þjónustulund og jákvæðni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfni og nákvæmni.
  • Gilt ökuskírteini.

Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð með metnaðarfulla framtíðarsýn og öflugt atvinnu- og menningarlíf. Umhverfið er öruggt og sérlega fjölskylduvænt með grunn- og leikskólum sem leggja meðal annars áherslu á virðingu og vellíðan. Náttúrufegurð er mikil og aðstaða til íþróttaiðkunar og hvers kyns útivistar er framúrskarandi.

Umsóknarfrestur er til og með 3. janúar 2024

Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um, óháð kyni og uppruna. Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Með umsókn þarf að fylgja ítarleg ferilskrá auk staðfestra afrita af prófskírteinum, sem og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.

Nánari upplýsingar veita:

Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is

Telma Eiðsdóttir I telma@mognum.is

Sótt er um hér