Dalvík breytist í Ennis

Dalvík breytist í Ennis

Víða á Dalvík má sjá merki þess að eitthvað mikið er um að vera. Nú er unnið að því að breyta Dalvík í bæinn Ennis í Alaska. 
Hingað er kominn flokkur af fólki sem mun á næstu dögum setja upp sviðsmynd fyrir tökur á sjónvarspþáttunum True Detective sem framleiddir eru af HBO.
Áætlað er að tökur fari fram frá lokum janúar og fram í febrúar. 

Þetta er stórt verkefni og gríðarlega spennandi.

Við munum reyna að halda íbúum upplýstum en frekari upplýsingar veitir Silja Dröfn Jónsdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi í síma 460-4900 eða í tölvupósti á netfanginu silja@dalvikurbyggd.is