Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag

Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt …

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 18.nóvember sl. að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að skilgreint er nýtt iðnaðarsvæði og efnistökusvæði í Þorvaldsdal þar sem Arctic Hydro áformar að reisa 5,0 MW vatnsaflsvirkjun.
Samhliða er unnið deiliskipulag fyrir svæðið og er sú tillaga auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu, skv. 2.mgr. 41. gr skipulagslaga.

Skipulagsgögn má nálgast hér:
Aðalskipulagsbreyting 
Deiliskipulagsuppdráttur
Deiliskipulagsgreinargerð

Skipulagsgögn má jafnframt nálgast í Ráðhúsi Dalvíkur og í Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is (mál nr. 214/2025 og 215/2025) frá 12.janúar til 24.febrúar 2026.
Athugasemdum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang kemur fram má skila á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt.

Frestur til að koma á framfæri ábendingum við skipulagstillöguna er veittur til 24.febrúar 2026.

Skipulagsfulltrúi