Aðalfundur starfsmannafélags

Aðalfundur starfsmannafélags

Kæru meðlimir starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar

Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir – Aðalfundur Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar verður haldinn

8. febrúar í Menningarhúsinu Bergi kl. 17.00.

Fyrir liggja hefðbundin aðalfundarstörf, ársreikningar lagðir fram og nýir meðlimir kosnir í stjórn. Þar sem aðalfundir féllu niður 2020-2022 verða ársreikningar 2019,2022,2021,2022 lagðir fyrir fundinn.

Björk Hólm Þorsteinsdóttir (formaður), Arna Arngrímsdóttir (gjaldkeri) og Jónína Björk Stefánsdóttir (meðstjórnandi) munu víkja úr stjórn eftir langa stjórnarsetu og verða því 3 nýjir meðlimir kosnir inn í stjórn. Enn er möguleiki að gefa kost á sér til stjórnarsetu og við minnum á að þetta er bæði skemmtilegt og gefandi starf sem allir ættu einhverntíman að taka þátt í.

Tilgangur félagsins er að:

  • auka ánægju og samkennd starfsmanna Dalvíkurbyggðar og auka tilfinningu starfsmanna fyrir Dalvíkurbyggð sem einni heild og samstarfi milli stofnanna.
  • stuðla að bættum starfsanda meðal starfsmanna sem stjórn tekur ákvarðanir um.
  • halda árshátíð starfsmanna eða aðrar skemmtanir.

Í reglum starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar segir að aðalfund skuli boða félagsmönnum með minnst einnar viku fyrirvara. Sé fundur boðaður á löglegan hátt telst hann löglegur.

Allir meðlimir eru að sjálfsögðu hvattir til að mæta og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.