Tilkynning frá Eigna- og framkvæmdadeild

Tilkynning frá Eigna- og framkvæmdadeild

Víða í sveitarfélaginu eru holur í götum og gangstéttum. Brúnir geta verið mjög hvassar og því viljum við benda öllum á að fara varlega á ferðum sínum.

Til stóð að fylla í holurnar en verktakinn komst ekki svo áætlað er að vinna við það frestist fram í miðja næstu viku.