Ráðning nýs skólastjóra sameinaðs grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Umsóknarfrestur um starfs skólastjóra nýs sameinaðs grunnskóla í Dalvíkurbyggð rann út 12. mars sl. og bárust þrjár umsóknir um stöðuna. Anna Baldvina Jóhannesdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra nýs sameinaðs grunnskóla Dalvíkurbyggðar en farið var yfir umsóknir í ljósi menntunar og hæfniskrafna sem fram komu í auglýsingu starfsins.