Málþing um lífrænan landbúnað

Málþing um lífrænan landbúnað verður haldin á Dalvík í Dalvíkurskóla laugardaginn 18. október klukkan 15:00. Yfirskrift málþingsins er lífrænn landbúnaður, sparnaður í aðföngum, hærra afurðaverð, jákvæð ímynd og aukin vörugæði. Stjórnendur málþingsins eru Freyr Antonsson upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar og Helga Íris Ingólfsdóttir fulltrúi á umhverfissviði Dalvíkurbyggðar. 

Eftirtaldir aðilar eru með framsöguerindi.

Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands fjallar um skilyrði fyrir lífrænan landbúnað á Íslandi með tilliti til frjósemi jarðvegs, loftslags, velferð búfjár og búgreina. Hann svarar einnig spurningunni, hvaða stuðning geta bændur fengið í aðlögunarferlinu?

Gunnar Á. Gunnarsson frá vottunarstofunni Tún fjallar um lífræna framleiðslu, frá því þegar hugmynd kviknar og þar til vottun fæst frá Túni. Gunnar svarar einnig spurningunni, hver er hagur bænda af lífrænni vottun?

Helga Þórðardóttir, sauðfjárbóndi á Mælifellsá í Skagafirði fjallar um reynslu starfandi bónda með vottaða lífræna ræktun. Hún svarar einnig spurningunni hvaða hag hún hefur haft af því að vera með vottaða sauðfjárrækt?

Anna Dóra Hermannsdóttir, yogakennari á Klængshóli í Skíðadal fjallar um ferðamennsku og áhrif vottunar jarðarinnar að Klængshóli á starfsemina. Anna Dóra mun einnig fjalla um hinn meinta mun á hollustu afurða hefðbundins landbúnaðar og hins lífræna.

Eftir framsöguerindin mun Jóhann Ólafsson stjórna pallborði þar sem gestum málþingsins verður gefið færi á að spyrja framsögumenn.

Lífrænar aðferðir eru nú í vaxandi mæli teknar upp í ræktun og vinnslu landbúnaðar og
náttúruafurða víða um heim. Kemur þar margt til, m.a. umhverfis- og
heilsufarsvandamál sem rakin eru til efnanotkunar og iðnvædds búskapar, kröfur
neytenda um örugg og heilnæm matvæli, og viðleitni til að treysta tilveru og
samkeppnisstöðu einstakra byggða, einkum í dreifbýlishéruðum. Stjórnvöld margra
ríkja Evrópu, þar á meðal grannþjóða okkar á Norðurlöndunum, vinna nú markvisst
að því að hagnýta lífrænar aðferðir til sóknar í byggðamálum, landbúnaði og
umhverfismálum almennt.