Hústónleikar

Maður að nafni Brian Rocheleau hefur haft samband við skrifstofur Dalvíkurbyggðar þar sem hann óskar eftir því að halda tónleika hér í sveitarfélaginu. Að eigin sögn mun hann halda tónleika á Djúpavogi, Þórshöfn og í Reykjahlíð og eru svokallaðir "houseconcerts" þar sem tónleikarnir fara fram í húsi þeirra sem hafa áhuga á að halda tónleikana, kirkjum eða félagsheimilum. Hann verður hér á landi frá 28. apríl til 16. maí.

Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband beint við Brian á netfangið nakedrosh@gmail.com eins má finna upplýsingar um hann og tónlist hans á vefsíðunni http://www.acousticrosh.com/index.php