Dalvíkurbyggð auglýsir eftir Frístundafulltrúa

Dalvíkurbyggð auglýsir eftir Frístundafulltrúa

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi aðila í nýtt starf Frístundafulltrúa. Frístundafulltrúi er einn af stjórnendum fræðslu – og menningarsviðs og er með mannaforráð.

Næsti yfirmaður er sviðsstjóri fræðslu – og menningarsviðs. Starfshlutfall er 100% og kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið og helstu verkefni

 • Rekstur og fagleg ábyrgð á starfsemi félagsmiðstöðvar og frístundar í Dalvíkurbyggð.
 • Skipulag þjónustu frístundar og félagsmiðstöðvar samkv. grunnskólalögum og hlutverki frístundaheimila og stuðlar að fjölbreyttum og uppbyggilegum viðfangsefnum.
 • Stefnumótun, áætlanagerð og eftirfylgni.
 • Stjórnun starfsmanna og ýmis verkefni tengd starfsmannahaldi.
 • Mikil samskipti og samvinna við hagsmunaaðila og samstarfsfólk, sér í lagi í grunnskólum.
 • Starfar með Ungmennaráði Dalvíkurbyggðar.
 • Forvarnarstarf og þátttaka í menningarverkefnum.

Menntunar – og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í tómstunda – og félagsmálafræði eða sambærilegt háskólapróf á uppeldissviði.
 • Reynsla og þekking á sambærilegum störfum er æskileg.
 • Reynsla og þekking af stjórnun og áætlunargerð er kostur.
 • Reynsla og þekkingar á opinberri stjórnsýslu er kostur, sér í lagi sveitarfélaga.
 • Reynsla og þekking af starfi með börnum og unglingum æskileg.
 • Frumkvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð tölvu – og tungumálakunnátta, íslenska.
 • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur.

Umsóknarfrestur er til og með 05.07.2024

Sótt er um á www.mognum.is

Með umsókn þarf að fylgja með ítarleg ferilsskrá auk staðfestra afrita af prófskírteinum, sem kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um óháð kyni og uppruna.

Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir, sigga@mognum.is

Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utan verðan Eyjafjörð með metnaðarfulla framtíðarsýn og öflugt atvinnu – og menningarlíf. Umhverfið er öruggt og sérlega fjölskylduvænt með grunn – og leikskólum sem leggja meðal annars áherslu á virðingu og vellíðan. Náttúrufegurð er mikil og aðstaða til íþróttaiðkunar og hvers kyns útivistar er framúrskarandi.