Breytingartillaga á aðalskipulagi og deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes

Breytingartillaga á aðalskipulagi og deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með eftirtaldar skipulagstillögur:

A) Þann 22.03.2022 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftirfarandi breytingar eru auglýstar á þéttbýlisuppdrætti Hauganess:

    1. Hafnarsvæði 751-H er stækkað til vesturs og norðurs. Gert verður ráð fyrir nýjum verbúðum.
    2. Íbúðarsvæði vestan og sunnan hafnarsvæðis753-Íb er fellt út.
    3. Afmarkað er afþreyingar- og ferðamannasvæði 753-AF.
    4. Mörk íbúðasvæðis 752-Íb eru lagfærð. Sandvík, sem nú er innan hafnarsvæðis, verður hluti íbúðarsvæðis 752-Íb.
    5. Opið svæði 754-O, íþróttasvæði, er minnkað.
    6. Mörkum svæðis 755-Íb fyrir sjávarlóðir norðan núverandi byggðar er breytt lítillega. Suðurhluti svæðisins verður innan marka nýs deiliskipulags.
    7. Aðalgata 2 verður verslunar- og þjónustusvæði í stað íbúðarbyggðar 756-V.
    8. Afmarkað er svæði fyrir skólpdælustöð innan hafnarsvæðis.
    9. Þéttbýlismörkum Hauganess er breytt, verður 34,2 ha í stað 37,5 ha.

Hér má finna breytingartillögu á Aðalskipulagi

B) Þann 22.03.2022 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi íbúða,- hafnar-, verslunar- og ferðamannasvæði á Hauganesi 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast af landnotkunarreit aðalskipulags nr. 755-Íb að norðan, 754-O og 752-Íb að vestan, reit 753-AF að sunnan, reit 751-H að sunnan og austan miðað við tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Austurmörk skipulagssvæðisins eru til sjávar. Heildarstærð skipulagssvæðisins er 21.6 ha.

Innan skipulagssvæðissins eru í dag alls 48 hús, ýmist íbúðarhús, veitingastaður eða hús tengd hafnsækinni starfsemi af ýmsu tagi, auk einnar spennistöðvar og skólpdælustöðvar. Innan skipulagssvæðisins eru tvö opin svæði með húsum í kring.

Vegna fjölmargra ábendinga og athugasemda við deiliskipulagstillögu sem auglýst var frá 20. desember 2021 til og 14. febrúar 2022, ákvað sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar á fundi sínum dags. 22. mars 2022 að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju með eftirtöldum breytingum á deiliskipulagsuppdrætti:

 1. Stækkanir einbýlishúsalóðanna nr. 1, 3, 5 og 7 við Ásveg eru felldar út.
 2. Verbúðarlóð fyrir fjórar stakstæðar verbúðir vestan við íbúðarhúsið Sandvík og Jóabúð er felld út.
 3. Ný verbúðarlóð með fjórum 30 m² samtengdum verbúðareiningum og alls 120 m² byggingarheimild vestan við Jóabúð.
 4. Byggingarheimild á verbúðarlóð austan Jóabúðar minnkuð niðurí 35 m².
 5. Nyrðri verbúðarlóðin austan við Aðalgötu er felld út og syðri lóðin minnkuð um 91 m².
 6. Lóð fyrir skolpdælustöð er stækkuð um 427.9 m².
 7. Göngustíg sunnan við Hafnargötu 3 er hliðrað til suðurs um 1 m.
 8. Byggingarheimild á nýrri einbýlishúsalóð við Klapparstíg 18 er breytt úr tveggja hæða húsi yfir í einnar hæðar hús.
 9. Byggingarheimild á nýrri raðhúsalóð við Aðalgötu 17-23 breytt þannig að byggingarreitur minnki og íbúðum fækki úr fjórum í þrjár.
 10. Byggingarheimildum á nýjum lóðum að Klapparstíg 8 og 9 er breytt úr einbýlishúsum í raðhús.
 11. Gangstígum á opnu svæði er breytt þannig að einungis eru sýndar innkomur göngustíganna inná opna svæðið. Nánari útfærsla innan svæðisins verði í höndum Framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar.
 12. Bætt er inn lóðarnúmerum á nýjar og núverandi verbúðarlóðir við Hafnargötu.
 13. Bætt er inn lóðarnúmerum á íbúðarlóðirnar Sandvík og Móland.
 14. Tvær nýjar íbúðagötur ofan og vestan Lyngholts fá nöfnin A-holt og B-holt.
 15. Einstefnugata frá hafnarsvæði og norður eftir, austan Aðalgötu, fær nafnið C-gata.
 16. Ný vistgata norðan Hauganesvegar fær nafnið D-gata.


Deiliskipulagstillaga:
Uppdráttur
Greinargerð og umhverfisskýrsla 

Skipulagstillögurnar verða til sýnis í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar frá og með föstudeginum 22. apríl til mánudagsins 13. júní 2022 og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar, www.dalvikurbyggd.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til mánudagsins 13. júní 2022. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í tölvupósti til skipulags- og tæknifulltrúa, helgairis@dalvikurbyggd.is