Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs

Dalvíkurbyggð auglýstir laust til umsóknar starf sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2013.

Sviðsstjóri hefur umsjón með og ber ábyrgð á umhverfis- og tæknisviði Dalvíkurbyggðar. Í því felst m.a. ábyrgð á því að unnið sé og þjónusta veitt í samræmi við lög og reglur sem gilda um verkefni sviðsins. Helstu verkefni á umhverfis- og tæknisviði eru: Byggingamál og eftirlit byggingafulltrúa, skipulagsmál, brunavarnir, almannavarnir, umferðarmál, umhverfismál þ.m.t. úrgangsmál, málefni landbúnaðar og umsjón eignasjóðs. Sviðsstjóri er ásamt umhverfisráði ráðgefandi við bæjarstjórn um þessa málaflokka.

Helstu verkefni:
• Umsjón með gerð fjárhags-, starfs- og verkáætlana fyrir verkefni á sviðinu
• Samningagerð og uppgjör við verktaka
• Stýring útgjalda og samþykktir reikninga
• Þátttaka í reglulegum samráðsfundum með bæjarstjóra og öðrum sviðsstjórum
• Undirbúningur og fundarseta þeirra fagráða sem starfa á umhverfis- og tæknisviði
• Fylgja eftir afgreiðslu ráða, bæjarráðs og bæjarstjórnar á málefnum á umhverfis- og tæknisviði
• Samskipti við Umhverfisstofnun vegna umsjónar með Fólkvangi í Böggvisstaðafjalli og Friðlandi Svarfdæla
• Sviðsstjóri annast önnur verkefni sem bæjarstjóri felur honum

Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Framhaldsháskólamenntun æskileg
• Starfsreynsla innan stjórnsýslunnar æskileg
• Reynsla af skyldum störfum
• Þekking á helstu tölvuforritum sem nauðsynleg eru vegna verkefna á sviðinu
• Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
• Ríkir skipulagshæfileikar
• Geta til að vinna undir álagi


Nánari upplýsingar veita:
Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is og
Kristín Guðmundsdóttir, kristin@hagvangur.is

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is