Búfjárleyfi

Búfjárhald nautgripa, hrossa, sauðfjár, svína, kanína, geita, alifugla, loðdýra og annarra þeirra dýra og fugla sem falla undir hugtakið búfé í Dalvíkurbyggð, utan lögbýla, er óheimilt án leyfis landbúnaðarráðs.

Til að sækja um leyfi til búfjárhalds til landbúnaðarráðs þarf að fylla út umsókn þess efnis. Umsóknina er hægt að fylla út rafrænt eða á pdf skjali. Um búfjárhald í Dalvíkurbyggð gildir Samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar.

Nánari upplýsingar í tölvupósti á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is