Félagsmiðstöðin Týr

Dallas er félagsmiðstöð á vegum Dalvíkurbyggðar. Markhópurinn eru börn og ungmenni frá aldrinum 6-20 ára og búsett í Dalvíkurbyggð. 

Áhersla er lögð á fjölbreytt og uppbyggilegt tómstundastarf fyrir unglinga í 8. - 10. bekk. Mikil áhersla er lögð á unglingalýðræði og að virkja gesti félagsmiðstöðvarinnar í að fylgja hugarfóstri sínu frá hugmynd til framkvæmdar.

Boðið er upp á opið starf og fjölbreytta klúbba sem sniðnir eru eftir áhugasviði og þörfum þeirra einstaklinga sem sækja staðinn. Þá eru haldnar ýmsar uppákomur og verkefni í samstafi við börn, foreldra, skóla og aðra samstarfsaðila í bænum. 

Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu um ýmis málefni tengdum lífsleikni og má þar nefna fræðslu gegn fordómum, forvarnir gegn vímuefnum, stuðningur við jákvæða sjálfsmynd og margt fleira. 

Mikil áhersla er lögð á gott samstarf við foreldra/forráðamenn og alla þá aðila sem koma að uppeldismálum í Dalvíkurbyggð. Lögð er mikil áhersla á að félagsmiðstöðin sé sýnileg og opin þeim sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemina.

Allar nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason í síma 460 4900 og á netfanginu gislirunar@dalvikurbyggd.is

Þið finnið okkur á Instagram: felodallas