Niðurstöður staðfesta traustan rekstur sveitarfélagsins

Ársreikningur 2011 er til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17.04.12. Niðurstöður staðfesta traustan rekstur sveitarfélagsins.

Rekstrarniðurstaða Dalvíkurbyggðar samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 39 millj.kr. á árinu 2011 og rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 57 millj.kr.
Rekstrartekjur á árinu 2011 námu 1.506,6 millj.kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta. Rekstrartekjur A hluta námu 1.231,4 millj.kr.

A og B hluti skiluðu samtals 232 millj.kr. í veltufé frá rekstri.

Niðurstaða Eignasjóður var neikvæð um ríflega 27 m kr. og munar þar mestu um aukin fjármagnsgjöld vegna aukinnar verðbólgu. Sama á við um Félagslegar íbúðir sem voru með neikvæða niðurstöðu um tæpar 15 m kr. Önnur B hluta fyrirtæki voru með jákvæða rekstrarniðurstöðu á árinu 2011.

Eigið fé sveitarfélagsins, A og B hluta, í árslok 2011 nam 1.933 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi og eiginfjárhlutfall var 54,2%.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum varð um 161.505 millj. kr. Það voru einkum framkvæmdir við skólahúsnæði. Engin lán voru tekin á árinu en eldri lán greidd niður um 102 millj. kr.

Skuldahlutfall Dalvíkurbyggðar, A og B hluta, er 108,6 en samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum á það að vera undir 150.

Laun og launatengd gjöld á árinu 2011 námu alls 49,1% af heildartekjum á móti 47% á árinu 2010, en starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 111 stöðugildum í A hluta en alls 118 stöðugildum sem er fækkun um einn frá fyrra ári.

Frekari upplýsingar gefur Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri, í síma 460 4902 eða 862 1460