Fasteignagjöld og útsvar árið 2019

Fasteignagjöld og útsvar árið 2019

DALVÍKURBYGGÐ
Fasteignagjöld og útsvar árið 2019

Útsvarsprósenta árið 2019 er 14,52%

Álagning fasteigna- og þjónustugjalda 2019

Álagning gjalda
Álagning fasteignaskatts og lóðarleigu byggist á fasteignamati húsa og lóða í Dalvíkurbyggð frá 1. febrúar 2018. Matið er framkvæmt af Þjóðskrá Íslands samkvæmt V. kafla laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. Álagning fasteignagjalda og leiðréttingar fer fram á vegum umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar en fjármála – og stjórnsýslusvið sér um reikningagerð og innheimtu. Álagning vatnsgjalds, fráveitugjalds og sorphirðugjalds er samkvæmt sérstökum gjaldskrám, en þær má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.dalvikurbyggd.is/is/stjornsysla/fjarmal-og-rafraen-stjornsysla/gjaldskrar


Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur

Íbúðarhús og sumarbústaðir ásamt lóðum og lóðarréttindum, erfðafestulönd og jarðeignir sem eingöngu eru nýttar til landbúnaðar, mannvirki og útihús á bújörðum.
Fasteignaskattur A 0,50% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald: samkvæmt sérstakri gjaldskrá.
Fráveitugjald: samkvæmt sérstakri gjaldskrá.
Sorphirðugjald kr. 43.852,- á íbúð.
Frístundahús kr. 20.096,- á hús.


Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur

Sjúkra- og heilbrigðisstofnanir, skólar, íþróttahús o.fl. samanber reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2005
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald samkvæmt sérstakri gjaldskrá.
Fráveitugjald samkvæmt sérstakri gjaldskrá.


Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur

Aðrar fasteignir en þær sem falla undir A og B flokk t.d. verslunar-, iðnaðar-, og skrifstofuhúsnæði ásamt lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald samkvæmt sérstakri gjaldskrá.
Fráveitugjald samkvæmt sérstakri gjaldskrá.


Lóðarleiga

Lóðarleiga íbúðarhúsalóða 1,28% af fasteignamati lóðar.
Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar.
Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar.

Vatnsgjald

Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja, ber að greiða vatnsgjald árlega til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:
a) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 4.798,66 kr. pr. íbúð og 176,12,- kr. pr. fermetra húss.
b) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 14.690,73 kr. pr. eign og 194,22 kr. pr. fermetra húss.
c) Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum.
d) Álagning skv. a, b. og c. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægra en 0,1% af fasteignarmati allra húsa og lóða.


Fráveitugjald

Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins og skal það vera eftirfarandi:
a) Fráveitugjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 16,281,29 kr. pr. íbúð og 339,16 kr. pr. fermetra húss.
b) Fráveitugjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 37.513,99 kr. pr. eign og 339,76 kr. pr. fermetra húss.
c) Árlegt rotþróargjald verði, fast gjald kr. 16.270,66 kr. pr. losunarstað og þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár er kr. 12.621,72.
d) Álagning skv. a og b. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,47% eða lægra en 0,25% af fasteignarmati allra húsa og lóða.


Afsláttur fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega

Samkvæmt reglum um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega þá er afsláttur fasteignaskatts og tekjutenging sem hér segir:
Elli- og örorkulifeyrisþegar fá allt að kr. 70.000.- afslátt fasteignaskatts af eigin íbúð sem þeir búa sjálfir í. Afsláttur til elli- og örorkulifeyrisþega er tekjutengdur sem hér segir:
a) Einstaklingur með tekjur allt að kr. 2.760.000,-
b) Hjón og sambýlisfólk með tekjur allt að kr. 3.809.160,-

Sjá nánar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar:
http://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/reglur-um-afslatt-til-elli-g-ororkulifeyristhega-2017.pdf


Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda

Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.

Greiðsluseðlar eru almennt ekki sendur út á pappírsformi nema til þeirra sem þess óska sérstaklega. Greiðslukröfur birtast í heimabönkum og reikningar eru aðgengilegir rafrænt á Íbúagátt (http://min.dalvikurbyggd.is/). Innskráning er með Íslykli eða rafrænu skilríki.


Álagningarseðlar fasteignagjalda

Álagningarseðlar fasteignagjalda eru almennt ekki sendir út á pappírsformi nema til þeirra sem þess óska sérstaklega. Álagningarseðlar eru aðgengilegir greiðendum á Island.is (https://www.island.is/) og Íbúagátt (http://min.dalvikurbyggd.is/). Innskráning er með Íslykli eða rafrænu skilríki.


Frekari upplýsingar má fá í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar, í síma 460-4900 eða á www.dalvikurbyggd.is