Niðurfelling leikskólagjalda á meðan á verkfalli stendur

Niðurfelling leikskólagjalda á meðan á verkfalli stendur

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 6 atkvæðum tillögu forseta sveitarstjórnar að fella niður leikskólagjöld og fæðisgjöld vegna skerðingar á vistun barna í verkfalli BSRB og aðildarfélaga þeirra.

Leiðrétting á gjöldum mun verða reiknuð út og gerð upp með fyrsta greiðsluseðli sem gefinn verður út eftir að verkfalli lýkur.