Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir aðstoðarmatráð

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir aðstoðarmatráð

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir aðstoðarmatráði í 81,5% starf. Um er að ræða tímabundna ráðningu til áramóta og þarf viðkomandi að hefja störf sem fyrst. Næsti yfirmaður er leikskólastjóri.

Leikskólinn Krílakot er 5 deilda leikskóli á Dalvík. Leikskólinn Krílakot er heilsueflandi leikskóli sem vinnur eftir aðferðum Uppeldi til ábyrgðar. Önnur verkefni eru Lubbi finnur málbein, Orðaleikur, Grænfáni, útikennsla og stærðfræði.

Gildi Krílakots eru Gleði – Sköpun – Þor.

Hægt er að kynna sér starf Krílakots hér https://www.dalvikurbyggd.is/krilakot

Helstu verkefni:

 • Aðstoðar við undirbúning, matreiðslu og frágang matvæla í eldhúsi og skammta mat á vagna.
 • Útbýr og matreiðir sérfæði fyrir nemendur og kennara sem á því þurfa að halda.
 • Sér um gerð matseðla samkvæmt manneldismarkmiðum fyrir hvern mánuð. skólaársins undir stjórn matráðs.
 • Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna.
 • Önnur verkefni sem aðstoðarmatráði er falið af leikskólastjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Matartæknir og/eða þekking og reynsla af matreiðslu og störfum í mötuneyti.
 • Jákvæðni og sveigjanleiki.
 • Góð færni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Góð íslenskukunnátta
 • Hreint sakavottorð

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Sótt er um starfið í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og stutt persónuleg kynning.

Umsóknafrestur er til 20. september 2023.

Ef umsækjendur uppfylla ekki menntunar- og kröfur áskilur leikskólastjóri sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Frekari upplýsingar veitir: Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri Krílakots í síma 460-4950 eða á netfangið gudrunhj@dalvikurbyggd.is