Laust til umsóknar - stuðningsfulltrúi í Árskógarskóla

Laust til umsóknar - stuðningsfulltrúi í Árskógarskóla

Árskógarskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 69% starf frá og með 15. ágúst 2022 fyrir skólaárið 2022-23. Næsti yfirmaður er deildarstjóri skólans.

  • Aðstoð og stuðningur við nemendur.
  • Eftirfylgni kennsluáætlunar og/eða einstaklingsnámskrár.
  • Vinna við ýmis skólatengd verkefni.
  • Gæsla nemenda.
  • Samstarf við kennara og verkefnastjóra stoðþjónustu.


Stuðningsfulltrúi, menntun og hæfni:

  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Áhugi á að vinna með börnum.
  • Starfsreynsla í grunnskóla æskileg.
  • Góð færni í mannlegum samskipum.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð íslenskukunnáttu æskileg.
  • Hreint sakavottorð.


Umsóknarfrestur er til 27. maí 2022.
Sótt er um í gegnum Íbúagátt Dalvíkurbyggðar (dalvikurbyggd.is). Umsókn skal fylgja kynningarbréf og ferilskrá.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar. Starfið hentar öllum kynjum. Nánari upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans https://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli

Frekari upplýsingar veitir Friðrik Arnarson, skólastjóri í síma 460 4983 eða í netpósti fridrik@dalvikurbyggd.is.

Árskógarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli með 18 börn á leikskólastigi og 29 nemendur í 1. – 7. bekk. Í grunnskólanum er samkennsla í tveimur umsjónarhópum og ein deild í leikskólanum. Mikið samstarf er á milli skólastiga. Skólinn vinnur eftir aðferðum Uppbyggingarstefnunnar og Byrjendalæsis. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun í stuðningskennslu og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Skólinn er Grænfánaskólar og leggur ríka áherslu á notkun snjalltækja í kennslu.