Laust til umsóknar - 75% starf á leikskólanum Krílakoti

Laust til umsóknar - 75% starf á leikskólanum Krílakoti

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 75% starf frá og með 1. október 2021. Vinnutími er 10:00-16:00.
Um tímabundið starf er að ræða til 3ja mánaða með möguleika á ráðningu til frambúðar.

Hæfniskröfur:

- Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Starfsreynsla á leikskólastigi æskileg.
- Jákvæðni og sveigjanleiki.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Áhugi um fræðslu barna og velferð þeirra.
- Stundvísi
- Góð íslenskukunnáttu æskileg.

Sótt er um í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar, min.dalvikurbyggd.is, með umsókn skal fylgja ferilskrá og nöfn umsagnaraðila og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni í starfið og stutt persónuleg kynning á umsækjanda.

Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.

Greitt er samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa er greitt samkvæmt kjarasamningi Kjalar.

Umsóknafrestur er til og með 26. september 2021

Ef umsækjendur uppfylla ekki kröfurnar hér að ofan áskilur leikskólastjóri sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Upplýsingar veitir: Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, í síma 460-4950 eða á netfangið gudrunhj@dalvikurbyggd.is

Á Krílakoti eru börn á aldrinum 10 mánaða - 6 ára. Deildirnar eru fimm og heita Skýjaborg, Sólkot, Mánakot, Kátakot og Hólakot. Leikskólinn Krílakot er heilsueflandi leikskóli sem vinnur eftir aðferðum Uppeldi til ábyrgðar sem ýtir undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn nemenda ásamt því að þau átti sig á sínum þörfum. Önnur verkefni eru Lubbi finnur málbein sem er námstæki til að læra íslensk málhljóð, Orðaleikur en þar er unnið með námsefni fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál, Útikennsla, Grænfáni og stærðfræði. Á Krílakoti hafa einnig verið unnin fjölmörg þróunarverkefni og má þar nefna verkefni tengd lestri, stærðfræði og fjölmenningu.

Hægt er að kynna sér meira um leikskólann á heimasíðu Krílakots: https://www.dalvikurbyggd.is/krilakot