Vítt og breitt um ræktun berja og ávaxta

Vítt og breitt um ræktun berja og ávaxta


Þann 28. apríl næstkomandi verður haldið námskeið í Menningar- og listasmiðjunni sem ber heitið:

Fætur á jörð og haus í skýjum.
Vítt og breitt um ræktun berja og ávaxta utandyra á Íslandi.

Dags: þriðjudaginn 28.apríl. Tími: 19:00- 22:00.
Staður: Menningar og listasmiðjan Húsabakka
Fyrirlesari: Helgi Þórsson.
Verð: 2.500


Heimaræktun matjurta hefur færst í vöxt víða um heim á síðustu árum. Ein deild þeirrar ræktunnar er berjaræktin. Undanfarin ár hefur hollusta berja orðið mönnum sífellt ljósari.
Farið verður vítt og breitt yfir ræktun berja og ávaxta. Lögð áhersla á að skilja á milli tegunda og yrkja sem skila árlegri uppskeru og hinna sem skila aðeins uppskeru á bestu stöðum í einstaka árum, eða aldrei. Lögð áhersla á að þáttakendur skilji hugtakið yrki (sort).

Teknir verða vetrargræðlingar og ágræðsla sýnd. Gerð grein fyrir fjölgun jarðarberja og hindberja.


Helgi hefur langa reynslu af berjarækt til eigin notkunnar og lítillega til sölu.
Skráning í síma:8684932 eða á netfangið irk@mi.is