Vinna við aðalskipulag Dalvíkurbyggðar

Vinna við Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar er búin að vera í gangi í tvö ár. Vinnan er að komast á seinni stig en eftir er að halda nokkra kynningar- og samráðsfundi með íbúum sveitarfélagsins.
Þriðjudaginn 1. apríl verður haldinn fundur í félagsheimilinu Árskógi með landeigendum í Dalvíkurbyggð og þeim kynntar áætlanir um hverfisvernd og landnýtingu. 
Fundarefni:      1.  Vinna við aðalskipulag Dalvíkurbyggðar.
                         2. Tillaga að hverfisvernd verður kynnt.
                         3. Tillaga að landnýtingu vegna nýs aðalskipulags verður kynnt.
Fundurinn er öllum opinn, landeigendur og aðrir þeir sem telja sig hafa hagsmuni að gæta eru sérstaklega hvattir til þess að mæta.
Frekari upplýsingar eru hér.