Valið hefur verið í landslið Skíðasambands Íslands í alpagreinum

Nú hefur verið valið í landslið Skíðasambands Íslands í alpagreinum og eru þar tveir fulltrúar úr Dalvíkurbyggð.

Björgvin Björgvinsson hefur verið valinn í karlalandsliðið ásamt Árna Þorvaldssyni Ármanni, Gísla Guðmundssyni Ármanni, Sigurgeir Halldórssyni Skíðafélagi Akureyrar og Stefáni Jóni Sigurgeirssyni Húsavík.

Einnig var valinn Unglinglandsliðshópur einstaklingar fæddir 1993 og 1994 (junior I skv FIS) og þar er í hópnum Hjörleifur Einarsson frá Dalvík. Auk hans er þar Erla Ásgeirsdóttir Breiðablik, Erla Guðný Helgadóttir KR, Freydís Halla Einarsdóttir Ármanni, Jóhanna Hlín Auðunnsdóttir IR, Karen Sigurbjörnsdóttir Skíðafélagi Akureyrar, Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir Ármann, Einar Kristinn Kristgeirsson IR, Róbert Ingi Tómasson Skíðafélagi Akureyrar, Stefán Ingi Jóhannsson IR og Sturla Snær Snorrason Ármanni.

Kvennalandsliðið skipa Iris Guðmundsdóttir Skíðafélagi Akureyrar, Katrín Kristjánsdóttir Skíðafélagi Akureyrar og María Guðmundsdóttir Skíðafélagi Akureyrar.

Unglingalandsliðshópur einstaklingar fæddir 1990,1991, og 1992 (junior II skv FIS) skipa þau Fanney Guðmundsdóttir Ármanni, Tinna Dagbjartsdóttir s-Skíðafélagi Akureyrar og Gunnar Þór Halldórsson Skíðafélagi Akureyrar.

Landsliðsþjálfari alpagreina er Pavel Cebulj.