Snjómokstur og skíði

Nú er verið að klára að moka allar götur á Dalvík. Það eru vinsamleg tilmæli til allra um að gæta þess að börn séu ekki að leik í snjóruðningum eða sköflum þar sem búast má við að stórvirk snjómoksturtæki eigi eftir að fara um. Einnig að fólk leggi ekki bílum sínu þannig að þeir tefji fyrir mokstri. Nokkrir bílar eru bókstaflega á kafi undir snjó og tefja þeir nokkuð fyrir mokstri.
Skíðalyftur í Böggvisstaðafjalli opna kl. 12:00. Þar er nægur snjór og gott færi.