Námskeið um Svarfdælasögu

Dagana 27. og 28 sept sl. var haldið að Rimum námskeið um Svarfdælu. Það var hinn kunni íslendingasagnamaður Jón Böðvarsson sem fór yfir Svarfdælu og útskýrði söguna. Fram kom hjá Jóni að Svarfdæla er fremur ný saga og ekki er til mikið af upprunalegu útgáfu hennar. Engu að síður er fjölmörg ef ekki flest örnefni sem koma fram í sögunni enn þekkt og notuð og sagan því ritðu af staðkunnugum manni. Það vakti athygli gesta sú meðferð sem Ingveldur fagurkinn fær í sögunni og var það mál manna að engin kvenpersóna í íslendingasögunum hafi hlotið eins slæma meðferð og hin fagra Ingveldur. Um 80 manns sóttu námskeiðið og voru gestir ánægðir með þetta góða framtak Framfarafélags Dalvíkurbyggðar.