Landssamtök hátíða og menningaviðburða - Stofnfundur

Landssamtök hátíða og menningaviðburða

Stofnfundur

Staður: Akureyri, Ketilhúsið (Listagili)

Stund: Föstudagurinn 28. apríl 2006

Ágæti viðtakandi.

Lengi hefur verið rætt um að þeir sem standa að og skipuleggja reglulegar hátíðir og viðburði víðsvegar um landið, gætu haft gagn að meira samstarfi og því að vita hver af öðrum.  Í ljósi umræðunnar hefur nú hópur frumkvöðla lagst yfir málið og komist að niðurstöðu um að rétt sé að stofna Landssamtök hátíða og menningarviðburða.

Margar góðar ástæður eru fyrir hugmyndinni og þessar m.a.:

  • Standa vörð um sameiginlega hagsmuni
  • Hætta einyrkju í faginu og vinna saman á landsvísu
  • Miðla þekkingu, reynslu og upplýsingum
  • Skipuleggja sameiginlegar ráðstefnur og námskeið
  • Kortleggja menningarviðburði (-hátíðir) á Íslandi
  • Setja saman viðburðakeðjur
  • Eiga samstarf við Menntamálaráðuneytið með samræmdum hætti

Undirbúningshópurinn er nú um það bil að ljúka fyrstu skrefum s.s. tillögum að lögum samtakanna og skipulagningu stofnfundar.

Dagskrá föstudagsins 28. apríl:

08:45 Setning og kynning

09:00 Fyrirlestur Johan Morman framkvæmdastjóri Rotterdam-Festival og stjórnarmeðlimur í IFEA (Evrópusamtökum hátíða og menningaviðburða)

10:00 Kaffihlé

10:20 Vinnuhópar móta markmið samtakana undir leiðsögn Sævars Kristinssonar hjá Netspor

12:30 Hádegishlé

13:30 Vinnuhópar/umræður

14:30 Kaffihlé

15.00 Samantekt

15.30 Stofnun samtakanna og formleg aðalfundarstörf

Þátttökugjald kr. 3200 innifalið í því er matur og annar fundarkostnaður.

Sigrún Björnsdóttur hjá Akureyrarbæ tekur á móti skráningum í síma 460 1010 eða í netfangið thjonustuanddyri@akureyri.is.  Skráningum lýkur: þriðjudaginn 26. apríl.

Með vinsemd og virðingu,

Undirbúiningshópurinn

Stofnfundurinn er styrktur af Menntamálaráðuneytinu, Akureyrarbæ, Höfuðborgarstofu, Vaxtarsamningi Eyjafjarðar, Menningarráði Austurlands og Ísafjarðarbæ.

Hótel KEA er með tilboð á gistingu fyrir gesti fundarins.