Framkvæmdir á Krílakoti ganga vel

Eins og fram kom á vef Dalvíkurbyggðar fyrr á árinu var tekin fyrsta skóflustunga að viðbyggingu leikskólans Krílakots á Dalvík og voru það leikskólabörn sem tóku höndum saman og tóku fyrstu skóflustunguna. Framkvæmdir hafa staðið yfir nú í sumar og er áætlað að opna leikskólann eftir sumarfrí þann 13. ágúst en þá verður elsta bygging leikskólans opnuð eftir breytingar. Verkið gengur vel og er á áætlun en framkvæmdum við leikskólann mun sennilega ljúka í nóvember. Á meðfylgjandi mynd má sjá viðbygginguna sem áætlað er að opni í nóvember.