Félagsstarf á Dalbæ

Boðið verður uppá fjölbreytni í félagsstarfi aldraðra í vetur, sem fram fer á Dalbæ. Í boði er t.d. bingó, spiladagar, boccia, þátttaka í Veðurklúbbnum, leikfimi og lestur alla virka daga, samverustundir í setustofu, sóknarpresturinn spjallar og leikur á hljóðfæri reglulega, söngstund, myndbandasýningar o. fl. Auk þess hefur verið efnt til vor- og haustfagnaðar.

Félagsstarfið er opið öllum íbúum Dalvíkurbyggðar, sem orðnir eru 60 ára, ásamt öllum öryrkjum. Einnig er sama hópi boðið uppá handavinnu á Dalbæ, sem felur í sér m.a. vinnu með gler, tré og taumálun, útsaum, bútasaum, hekl, prjón, vefnað og skreytingar. Allar nánari upplýsingar um handavinnu gefa Auður, Kidda og Ósk Sigríður í síma 466 1378.

Aðgangur að öllum þáttum félagsstarfsins er ókeypis, þátttakendur þurfa aðeins að greiða efniskostnað í handavinnu.

Kaffi og meðlæti er selt í Setbergi, matsal Dalbæjar, gegn vægu gjaldi. Þeir sem sækja félagsstarfið geta óskað eftir flutningi til og frá Dalbæ gegn lítilli þóknun.