Starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029; fyrstu skref skv. Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli

Málsnúmer 202505063

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1147. fundur - 22.05.2025

Til umræðu vinna við starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026-2029, sbr. meðfylgjandi Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.Fyrstu skref eru:

a) Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu.
b) Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.
c) Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
d) Tillaga að auglýsingu vegna erinda.
e) Rafrænar kannanir.
f) Tímarammi fjárhagsáætlunar.
g) Fundur sveitarstjóra og stjórnenda fagsviða með kjörnum fulltrúum til að fara yfir verkefni, stefnu og áherslur í fjárhagsáætlunarvinnunni.
h) Þjónustustefnan.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Menningarráð - 109. fundur - 05.06.2025

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu atriði í vinnu við fjárhagsáætlun 2026.
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 1148. fundur - 05.06.2025

Á 1147. fundi byggðaráðs þann 22. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu vinna við starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026-2029, sbr. meðfylgjandi Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.Fyrstu skref eru:
a) Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu.
b) Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.
c) Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
d) Tillaga að auglýsingu vegna erinda.
e) Rafrænar kannanir.
f) Tímarammi fjárhagsáætlunar.
g) Fundur sveitarstjóra og stjórnenda fagsviða með kjörnum fulltrúum til að fara yfir verkefni, stefnu og áherslur í fjárhagsáætlunarvinnunni.
h) Þjónustustefnan.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

a) Auglýsing
Með fundarboði fylgdi tillaga að auglýsingu um gerð fjárhagsáætlunar 2026.
b) Tímarammi
Með fundarboði fylgdi tillaga að tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026-2029.
c) Annað skv. fyrstu skrefum og Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli.
Byggðaráð fékk sent til sín vinnuskjal fyrir fund byggðaráðs með samanburði á rekstri málaflokka og deilda fyrir árin 2021-2025 sem og vinnuskjali vegna hugmynda að verkefnum, áherslum, stefnu, forgangsröðum, markmiðum og framkvæmdum.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að tímaramma með þeirri breytingu að fundur með kjörnum fulltrúum verði fimmtudaginn 28.8.2025.
c) Á fundinum var unnið áfram í vinnuskjali byggðaráðs.

Félagsmálaráð - 287. fundur - 10.06.2025

Tekið fyrir erindi frá Byggðaráði 1147 fundi. Þar var til umræðu vinna við starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026-2029. Samþykkt var fjárhagsáætlunaferli Dalvíkurbyggðar.
Fyrstu skref eru:
a) Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu.
b) Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.
c) Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
d) Tillaga að auglýsingu vegna erinda.
e) Rafrænar kannanir.
f) Tímarammi fjárhagsáætlunar.
g) Fundur sveitarstjóra og stjórnenda fagsviða með kjörnum fulltrúum til að fara yfir verkefni, stefnu og áherslur í fjárhagsáætlunarvinnunni.
h) Þjónustustefnan.
Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 174. fundur - 10.06.2025

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti upphaf af vinnu við fjárhagsáætlunargerð.
Lagt fram til kynningar. Fundur með kjörnum fulltrúum vegna fjárhagsáætlunar verður 26. júní kl.16.15 í Menningarhúsinu Bergi.

Veitu- og hafnaráð - 148. fundur - 12.06.2025

Tekið fyrir erindi frá Byggðaráði 1147 fundi. Þar var til umræðu vinna við starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026-2029. Samþykkt var fjárhagsáætlunaferli Dalvíkurbyggðar.
Fyrstu skref eru:
a) Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu.
b) Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.
c) Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
d) Tillaga að auglýsingu vegna erinda.
e) Rafrænar kannanir.
f) Tímarammi fjárhagsáætlunar.
g) Fundur sveitarstjóra og stjórnenda fagsviða með kjörnum fulltrúum til að fara yfir verkefni, stefnu og áherslur í fjárhagsáætlunarvinnunni. h) Þjónustustefnan.
Til umræðu ofangreint.

Á 1148.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að tímaramma með þeirri breytingu að seinni fundur með kjörnum fulltrúum verði fimmtudaginn 28.8.2025.
c) Á fundinum var unnið áfram í vinnuskjali byggðaráðs.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1149. fundur - 12.06.2025

Á 1148. fundi byggðaráðs þann 5. júní sl. var m.a. bókað:
"a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að tímaramma með þeirri breytingu að seinni fundur með kjörnum fulltrúum verði fimmtudaginn 28.8.2025.
c) Á fundinum var unnið áfram í vinnuskjali byggðaráðs."

Á fundinum var áfram unnið að lið c. hér að ofan.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 33. fundur - 13.06.2025

Tekið fyrir erindi frá Byggðaráði 1147 fundi. Þar var til umræðu vinna við starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026-2029. Samþykkt var fjárhagsáætlunaferli Dalvíkurbyggðar.
Fyrstu skref eru:
a) Umræður um hugmyndir að verkefnum, framkvæmdum, áherslum, forgangsröðun og stefnu.
b) Umræður um tillögur að verklagi, fjárhagsleg markmið, áhættumat og tímaramma.
c) Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
d) Tillaga að auglýsingu vegna erinda.
e) Rafrænar kannanir.
f) Tímarammi fjárhagsáætlunar.
g) Fundur sveitarstjóra og stjórnenda fagsviða með kjörnum fulltrúum til að fara yfir verkefni, stefnu og áherslur í fjárhagsáætlunarvinnunni.
h) Þjónustustefnan.
Til umræðu ofangreint.

Fræðsluráð - 306. fundur - 18.06.2025

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir vinnu og tímaramma varðandi fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026 og þriggja ára áætlun.
Fundur með kjörnum fulltrúum og sviðsstjórum vegna fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2026 verður í Menningarhúsinu Bergi 26. júní kl. 16:15

Sveitarstjórn - 381. fundur - 19.06.2025

Á 1148. fundi byggðaráðs þann 5. júní sl. var tímarammi vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029 til umræðu og afgreiðslu. Byggðaráð samþykkti tillöguna með þeim breytingum að seinni fundur með kjörnum fulltrúum verði 28.8.2025.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs og meðfylgjandi tillögu að tímaramma.

Byggðaráð - 1150. fundur - 26.06.2025

Á 381. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní sl. var staðfestur tímarammi vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026-2029.

Á fundinum var rætt um fund kjörinna fulltrúa með sveitarstjóra, sviðsstjórum og stjórnendateymi Framkvæmdasviðs seinni partinn í dag.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýst um stjórnendafund sl. þriðjudag þar sem aðalumfjöllunarefnið var fjárhagsáætlunarvinnan og verkferlar.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1151. fundur - 03.07.2025

Á fundinum var rætt um fund kjörinna fulltrúa með sveitarstjóra, sviðsstjórum og stjórnendateymi framkvæmdasviðs sem haldinn var fimmtudaginn 26.júní sl. og farið yfir vinnuskjal sem unnið var með á fundinum. Ákveðið hefur verið að halda annan slíkan fund í lok ágúst eða fimmtudaginn 28.ágúst en honum verður að öllum líkindum flýtt til miðvikudagsins 27.ágúst nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að næsti fundur kjörinna fulltrúa með sveitarstjóra, sviðsstjórum og stjórnendateymi framkvæmdasviðs verði haldinn miðvikudaginn 27.ágúst nk.

Ungmennaráð - 47. fundur - 03.07.2025

Umræða skapaðist um bæjarhátíðir og að það vanti viðburð sambærilegan sjómannadeginum nema síðar um sumarið. Hvort að sveitarfélagið sjái sér fært að endurvekja fiskisúpukvöldið og jafnvel halda útitónleika í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu.
Ungmennaráð vill aukið fjármagn til ráðsins sem myndi nýtast við viðburðahald og að bjóða upp á námskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni t.d. fjármálafræðsla og fleira.
Það von núverandi ungmennaráðs að næsti hópur vilji endurverkja sundlaugarpartýið sem var alltaf haldið í samstarfi við félagsmiðstöðina.
Vonast er til þess að hægt sé að halda oftar sameiginlega viðburði með nemendaráði Dalvíkurskóla og Félagsmiðstöðvarinnar Dallas.

Byggðaráð - 1152. fundur - 10.07.2025

Með fundarboð fylgdi:
a) Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, móttekið 4.júlí sl., er varðar forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga árið 2026 og árin 2027-2029.
b) Bókun ungmennaráðs á 47.fundi sínum þann 3.júlí sl.
a) Lagt fram til kynningar
b) Byggðaráð hrósar ungmennaráði fyrir góðar tillögur og vísar þeim til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun. Lagt fram til kynningar

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 46. fundur - 08.08.2025

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir drög að starfs - og fjárhagsáætlun fyrir árið 2026.
Skólanefnd TÁT þakkar Magnúsi skólastjóra TÁT fyrir yfirferð að drögum að starfsáætlun.

Byggðaráð - 1154. fundur - 14.08.2025

Freyr Antonsson vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa kl. 15:14.

Á 1152. fundi byggðaráðs þann 10. júlí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboð fylgdi:
a) Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, móttekið 4.júlí sl., er varðar forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga árið 2026 og árin 2027-2029.
b) Bókun ungmennaráðs á 47.fundi sínum þann 3.júlí sl.
a) Lagt fram til kynningar
b) Byggðaráð hrósar ungmennaráði fyrir góðar tillögur og vísar þeim til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun. Lagt fram til kynningar."

a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög sviðsstóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029.
b) Fundur kjörinna fulltrúa með stjórnendum sviða þann 27. ágúst nk. Rætt um fyrirkomulag og undirbúning fundar.
c) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu fjárhagsáætlunarvinnunnar vs. verkefni skv. tímaramma.
a) Lagt fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 307. fundur - 20.08.2025

Tekin fyrir gjaldskrá fræðslusviðs fyrir skólaárið 2025 - 2026.
Gjaldskrá verður tekin fyrir á næsta fundi hjá fræðsluráði.

Byggðaráð - 1155. fundur - 21.08.2025

Á 1154. fundi byggðaráðs þann 14. ágúst sl. var m.a. ftirfarandi bókað:

"a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög sviðsstóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029.
b) Fundur kjörinna fulltrúa með stjórnendum sviða þann 27. ágúst nk. Rætt um fyrirkomulag og undirbúning fundar.
c) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu fjárhagsáætlunarvinnunnar vs. verkefni skv. tímaramma.
a) Lagt fram og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi
a) Drög að forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun.
b) Drög #1 að fjárhagsramma 2026 ásamt fylgigögnum.
c) Annað.

a) Forsendur með fjárhagsáætlun
b) Drög að fjárhagsramma.
c) Annað.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að útgjaldaramminn hækki almennt um 2% vegna ársins 2026. Forsendum að öðru leiti til umfjöllunar á næsta fundi.
b) Lagt fram tilkynningar og vísað áfram til umfjöllunar á næsta fundi.

Veitu- og hafnaráð - 149. fundur - 03.09.2025

Fundarboði fylgdi:
a) Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar, yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir á núgildandi áætlun og samanburður á rekstri málaflokka og deilda 2021 - 2025, ásamt vinnuskjali sem farið hefur verið yfir á tveim fundum með kjörnum fulltrúum í lok júní og í lok ágúst.

b) Erindi er varðar beiðni um skábraut/ramp til þess að setja niður smábáta í höfninni á Hauganesi.
a) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að taka fjárhagsáætlun fyrir á aukafundi fyrir lok september.

b) Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða 5 atkvæðum að hafna innsendu erindi er varðar beiðni um skábraut/ramp til þess að setja niður smábáta.

Byggðaráð - 1156. fundur - 04.09.2025

Á 1155. fundi byggðaráðs þann 21. ágúst sl. samþykkti byggðaráð að útgjaldaramminn hækki almennt um 2% vegna ársins 2026. Forsendum að öðru leiti var vísað til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs.
Drög #1 að fjárhagsramma 2026 ásamt fylgigögnum voru til umfjöllunar og var þeim vísað til umfjöllunar byggðaráðs á næsta fundi. Með fundarboði byggðara´ðs fylgdu eftirfaraindi gögn.

a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2026
b) Uppfærð drög að ramma; drög #2, þar sem búið er að gera ráð fyrir hækkun á útgjaldaramma um 2%.
c) Fundur með kjörnum fulltrúum- samantekt.
d) Annað ?
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að forsendum eins og þær liggja fyrir nú.
b) Til umræðu og tillaga að fjárhagsramma verður tekin fyrir á næsta fundi byggðaráðs til afgreiðslu.
c) Til kynningar.
d) Rætt um næstu skref og tímaramma.

Fræðsluráð - 308. fundur - 10.09.2025

Sviðsstjóri og stjórnendur skólanna lögðu fram starfsáætlanir stofnanna fræðslusviðs tengda fjárhasáætlunum fjárhagsárið 2026.
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlun Árskógarskóla fyrir fjárhagsárið 2026
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlun Dalvíkurskóla fyrir fjárhagsárið 2026
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlun Krílakots fyrir fjárhagsárið 2026
Fræðsluráð samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlun Skólaskrifstofu Dalvíkurbyggðar fyrir fjárhagsárið 2026

Sviðsstjóra falið að yfirfara starfsáætlanir.

Skipulagsráð - 37. fundur - 10.09.2025

Farið yfir helstu áherslur og markmið vegna fjárhagsáætunargerðar fyrir árið 2026 og markmið næstu þriggja ára.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1157. fundur - 11.09.2025

Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1155. fundi byggðaráðs þann 21. ágúst sl. samþykkti byggðaráð að útgjaldaramminn hækki almennt um 2% vegna ársins 2026. Forsendum að öðru leiti var vísað til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs.
Drög #1 að fjárhagsramma 2026 ásamt fylgigögnum voru til umfjöllunar og var þeim vísað til umfjöllunar byggðaráðs á næsta fundi. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfaraindi gögn.
a) Forsendur með fjárhagsáætlun 2026
b) Uppfærð drög að ramma; drög #2, þar sem búið er að gera ráð fyrir hækkun á útgjaldaramma um 2%.
c) Fundur með kjörnum fulltrúum- samantekt.
d) Annað ?
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur að forsendum eins og þær liggja fyrir nú.
b) Til umræðu og tillaga að fjárhagsramma verður tekin fyrir á næsta fundi byggðaráðs til afgreiðslu.
c) Til kynningar.
d) Rætt um næstu skref og tímaramma."

Með fundarboði fylgdi óbreytt tillaga að fjárhagsramma 2026, útgáfa #2, vegna vinnu við fjárhagsáætlun til umfjöllunar og afgreiðslu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2026 vegna vinnu við fjárhagsáætlun.

Menningarráð - 110. fundur - 12.09.2025

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Berg, lagði fram drög að starfsáætlun fyrir söfn og Menningarhúið Berg fyrir fjárhagsárið 2026.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlun safna og Menningarhússins Berg fyrir fjárhagsári 2026.
Björk Hólm fór af fundi kl. 09:30

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

a) Á 1156. fundi byggðaráðs þann 4. september sl. samþykkti byggðaráð fyrirliggjandi tillögu að forsendum með fjárhagsáætlun 2026.


b) Á 1157. fundi byggðaráðs þann 11. september sl. samþykkti byggðaráð fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026.

Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að forsendum með fjárhagsáætlun 2026.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma 2026.

Veitu- og hafnaráð - 150. fundur - 19.09.2025

Farið yfir drög að starfs- og fjárhagsáætlun ásamt fjárfestingaráætlun fyrir árið 2026 og árin 2027-2029.
Veitu- og hafnaráð fór yfir framlögð drög og lagði fram breytingar. Sveitarstjóra og veitustjóra er falið að uppfæra áætlanir í samræmi við þau verkefni sem sett voru niður á fundinum. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.
Björgvin Páll vék af fundi kl. 9:42
Silja vék af fundi kl. 10:28
Eyrún Ingibjörg vék af fundi kl. 10:42

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 36. fundur - 23.09.2025

Júlíus Magnússon D lista boðaði forföll og mætti Emil Júlíus Einarsson K lista í hans stað.
Farið yfir helstu verkefni næstu ára og þeim forgangsraðað.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlögð drög að framkvæmdaáætlun og vísar til umfjöllunar og afgreiðslu í Byggðaráði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fræðsluráð - 309. fundur - 26.09.2025

Sviðsstjóri og stjórnendur skólanna fara yfir helstu áherslur í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026.

Sviðsstjóri og stjórnendur skólanna fara yfir þau búnaðarkaup sem áætluð eru á fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026.

Sviðsstjóri og stjórnendur skólanna fara yfir það viðhald sem lagt er hjá hverri stofnun fyrir fjárhagsárið 2026.

Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi, fór yfir starfsáætlun Frístundar.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum starfsáætlun Frístundar. Aðrir þættir lagðir fram til kynningar þ.a.s. búnaðarkaup og viðhald.
Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi, fór af fundi kl. 08:35

Skipulagsráð - 38. fundur - 29.09.2025

Lögð fram tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun á sviði skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2026 og markmið næstu þriggja ára.
Skipulagsráð samþykkir framlögð gögn og vísar þeim til afgreiðslu byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 178. fundur - 30.09.2025

Íþróttafulltrúi leggur fram starfsáætlun íþróttamiðstöðvar árið 2026. Einnig kynnir íþróttafulltrúi helstu áherslur í tengslum við áætlað viðhald, búnaðarkaup og þess háttar tengt íþróttamiðstöðinni.

Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, frístundafulltrúi, fer yfir starfs - og fjárhagsáætlun Félagsmiðstöðina Dallas og Víkurröst.
Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir starfsáætlun íþróttamiðstöðvar með þremur atkvæðum. Íþrótta - og æskulýðsráð gera ekki athugasemdir við þá þætti sem tengjast fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026.

Íþrótta - og æskulýðsráð samþykkir starfsáætlun Félagsmiðstöðvar og Víkurröst með þremur atkvæðum fyrir fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026.

Menningarráð - 111. fundur - 30.09.2025

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fer yfir tengda þætti er varða fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2026.
Menningarráð samþykkir með tveimur atkvæðum starfsáætlun safna og Menningarhússins Bergs fyrir fjárhagsárið 2026.

Menningarráð gerir ekki athugasemdir við aðra þætti sem tengjast fjárhagsáætlun 2026. Forstöðumanni falið að gera minnisblað til að útskýra þörfina á búnaðarkaupum.

Menningaráð leggur mikla áherslu á að 25% stöðuhlutfall við Héraðsskjalasafn verði samþykkt.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 37. fundur - 03.10.2025

Farið yfir Starfsáætlun Framkvæmdasvið fyrir árið 2026.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagða starfsáætlun Framkvæmdasviðs og fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2026. Ráðið vísar hvoru tveggja til afgreiðslu í Byggðaráði.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Byggðaráð - 1160. fundur - 09.10.2025

a) Starfsáætlanir og minnisblöð

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að starfsáætlunum fagsviða, stofnana og deilda sveitarfélagsins ásamt þeim minnisblöðum og greinargerðum sem liggja fyrir.

b) Samanburður á vinnubókum og römmum, það sem komið er.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hvað varðar samanburð á tillögum vinnubóka í samanburði við úthlutaðan fjárhagsamma og samanburður á niðurstöðum launaáætlunar, reiknaður kostnaður og stöðugildi, per deild í samanburði við úthlutaðan fjárhagsramma launa.
Lagt fram til kynningar og yfirferð verður áfram haldið á næstu fundum byggðaráðs.

Byggðaráð - 1161. fundur - 14.10.2025

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun Félagsmálasviðs.

Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kom undir þessum lið á fundinn kl. 15:00 og fór yfir tillögur félagsmálasviðs, málaflokkur 02, að starfs- og fjárhagsáætlun 2026 ásamt fylgigögnum.

Eyrún vék af fundi kl. 15:47.

b) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun Fræðslu- og menningarsviðs.

Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 16:00.

Gísli fór yfir tillögur fræðslu- og menningarsviðs að starfs- og fjárhagsáætlun ásamt fylgigögnum vegna málaflokka 04,05 og 06 ( að Vinnuskóla undanskyldum).

Gísli vék af fundi kl. 17:58.

c) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun Fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir tillögur sviðsins að starfs- og fjárhagsáætlun ásamt fylgigögnum fyrir málaflokka 00,03 að hluta, 08 að hluta, 13 að hluta, 21, 22, 28, 58.

d) Samantekt dagsins.

Farið yfir tímasetningar næstu funda.
Næsti sveitarstjórnarfundur verður 4. nóvember nk. skv. tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun.


Byggðaráð - 1162. fundur - 16.10.2025

a) Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun Framkvæmdasviðs ásamt viðhaldi Eignasjóðs og fjárfestingum.

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15.

Helga Íris, María og Eyrún Ingibjörg kynntu tillögur Framkvæmdasviðs að starfs- og fjárhagsáætlun ásamt minnisblöðum, viðhaldsáætlun Eignasjóðs og framkvæmda- og fjárfestingaáætlun Eignasjóðs, Hafnasjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu.
Um er að ræða málaflokka 03 að hluta, 06 að hluta, 07, 08 að hluta, 09, 10, 13 að hluta, 31,41,43,47 og 73.

Helga Íris og María viku af fundi kl. 17:00.

b) Beiðnir um búnaðarkaup - heildarlisti

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt á beiðnum stjórnenda vegna búnaðarkaupa í samanburði við tillögur í fjárhagsáætlun 2026.

c) Annað

Næsti aukafundur byggðaráðs um fjárhagsáætlun verður nk. þriðjudag.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1163. fundur - 21.10.2025

Framhald umfjöllunar um tillögur stjórnenda og fagráða vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029:

1) Minnisblöð.
Farið yfir minnisblöð stjórnenda með tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun þar sem fram kemur rökstuðningur stjórnenda vegna hækkana á fjárhagsrömmum, lýsing á nýjum og/eða veigamiklum verkefnum, beiðnir um breytingar á fjárhagsrömmum vinnubóka sem færðar eru í vinnuskjal.

2) Beiðnir um búnaðarkaup.
Farið yfir beiðnir og heildarlista sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs yfir búnaðarkaup og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.

3) Viðhaldsáætlun.
Farið yfir tillögur að viðhaldsáætlun Eignasjóðs, málaflokkur 32 og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.

4) Framkvæmdir og fjárfestingaáætlun.
Farið yfir tillögur stjórnenda og fagráða í heildarskjali sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2026 - 2029 til áframhaldandi vinnslu í fjárhagsáætlunarlíkani, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fundum byggðaráðs.

Byggðaráð - 1164. fundur - 22.10.2025

Á 1163. fundi byggðaráðs þann 21. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Framhald umfjöllunar um tillögur stjórnenda og fagráða vegan vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2026-2029:

1) Minnisblöð.
Farið yfir minnisblöð stjórnenda með tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun þar sem fram kemur rökstuðningur stjórnenda vegna hækkana á fjárhagsrömmum, lýsing á nýjum og/eða veigamiklum verkefnum, beiðnir um breytingar á fjárhagsrömmum vinnubóka sem færðar eru í vinnuskjal.

2) Beiðnir um búnaðarkaup.
Farið yfir beiðnir og heildarlista sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs yfir búnaðarkaup og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.

3) Viðhaldsáætlun.
Farið yfir tillögur að viðhaldsáætlun Eignasjóðs, málaflokkur 31 og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.

4) Framkvæmdir og fjárfestingaáætlun.
Farið yfir tillögur stjórnenda og fagráða í heildarskjali sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og gerðar breytingar sem færðar eru í vinnuskjal.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2026 - 2029 til áframhaldandi vinnslu í fjárhagsáætlunarlíkani, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á fundum byggðaráðs."


Á fundinum var farið yfir eftirfarandi gögn ásamt ítargögnum eftir því sem við á:
Niðurstöður vinnubóka í samanburði við ramma.
Niðurstöður launaáætlunar 2026 í samanburði við launaramma.
Niðurstöður stöðugilda í samanburði við 2025.
Samantektn tillagna að framkvæmdum og fjárfestingum.
Heildarskjal yfir búnaðarkaup.
Yfirlit erinda sem bárust vegna auglýsingar um fjárhagsáætlun.
Byggðaráð vísar ofangreindu til gerðar fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ára áætlunar 2027-2029 og vinnu við fjárhagsáætlunarlíkans.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 47. fundur - 28.10.2025

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir starfsáætlun Tónlistarskólans og helstu atriði sem tengjast fjárhagsáætlun TÁT.

Skólanefnd TÁT samþykkir með þremur atkvæðum starfsáætlun TÁT fyrir fjárhagsárið 2026.

Byggðaráð - 1165. fundur - 30.10.2025

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 ásamt fylgigögnum og ítarefni.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður og forsendur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 til fyrri umræðu í sveitarstjórn 4. nóvember nk.

Sveitarstjórn - 383. fundur - 04.11.2025

Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 ásamt fylgigögnum og ítarefni.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður og forsendur.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 til fyrri umræðu í sveitarstjórn 4. nóvember nk."
Til máls tóku:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum.

Freyr Antonsson, sem leggur til að byggðaráði verði falið að stilla fjárhagsáætlun af þannig að ekki verði gert ráð fyrir lántöku 2026 og í þriggja ára áætlun ef því er viðkomið.

Fleiri tóku ekki til máls

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Byggðaráð - 1166. fundur - 06.11.2025

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagáætlun Dalvíkurbyggðar 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna og byggðaráði jafnframt falið að stilla fjárhagsáætlun af þannig að ekki verði gert ráð fyrir lántöku 2026 og í þriggja ára áætlun ef því er viðkomið.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Tillaga að breytingum á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2026-2029.
Fréttatilkynning Jöfnunarsjóðs um áætluð framlög vegna málaflokks fatlaðs fólks 2026.
Vinnupunktar um fræðslumál vegna tilfærslu á grunnskólahluta Árskógarskóla í Dalvíkurskóla frá hausti 2026.

Einnig var samþykkt á fundi sveitartjórnar undir máli 202510086 að fela byggðaráði að koma umsókn Dalbæjar um styrk að upphæð kr. 23.928.960 inn í fjárhagsáætlun 2026. Hjúkrunarframkvæmdastjóra verði boðið á fund byggðarráðs til þess að fara yfir rekstur og möguleika Dalbæjar til að auka tekjur og hvort hægt sé að nýta húsnæðið betur.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ááætlunar þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Á næsta fundi byggðaráðs verði lagt fram fjárhagsáætlunarlíkan með breytingum sem gerðar eru á milli umræðna í sveitarstjórn.

Byggðaráð - 1167. fundur - 13.11.2025

Á 1166. fundi byggðaráðs þann 6. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ááætlunar þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Á næsta fundi byggðaráðs verði lagt fram fjárhagsáætlunarlíkan með breytingum sem gerðar eru á milli umræðna í sveitarstjórn."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu skýrslur úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að gera setja inn þær breytingar sem gerðar hafa verið á milli umræðna, bæði hvað varðar rekstur og fjárfestingar.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir ofangreint og helstu niðurstöður ásamt ítarefni sem fylgdi með.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 ti síðari umræðua í sveitarstjórn eins og það liggur fyrir.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 tekin til fyrri umræðu og var samþykkt samhljóða að vísa frumvarpinu til byggðaráðs á milli umræðna.

Á 1167. fundi byggðaráðs þann 13. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1166. fundi byggðaráðs þann 6. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað: Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ááætlunar þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Á næsta fundi byggðaráðs verði lagt fram fjárhagsáætlunarlíkan með breytingum sem gerðar eru á milli umræðna í sveitarstjórn.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu skýrslur úr fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að gera setja inn þær breytingar sem gerðar hafa verið á milli umræðna, bæði hvað varðar rekstur og fjárfestingar.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir ofangreint og helstu niðurstöður ásamt ítarefni sem fylgdi með.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 ti síðari umræðua í sveitarstjórn eins og það liggur fyrir."

Helstu niður fjárhagsáætlunar 2026 eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs er jákvæð um kr. 60.726.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 202.270.
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 227.810.000.

Rekstrarniðurstaða áranna 2027-2029 er áætluð áfram jákvæð.

Veltufé frá rekstri árið 2026 er áætlað um 600 m.kr. og handbært fé frá rekstri um 567 m.kr.
Afborganir lána fyrir árin 2026-2029 eru áætlaðar um 303,3 m.kr. fyrir Samstæðu A- og B- hluta.


Áætluð lántaka er kr. 0. Í þriggja ára áætlun er áætluð lántaka Eignasjóðs árið 2027 kr. 140.000.000.
Áætlaðar fjárfestingar Samstæðu A- og B- hluta árið 2026 eru kr. 709.470.000 og áætlaðar fjárfestingar fyrir árin 2027-2029 eru kr. 2.087.715.000.

Búnaðarkaup eru áætluð um 48,8 m.kr. fyrir árið 2026.
Áætlað viðhald Eignasjóðs er áætlað um 99,6 m.kr. fyrir árið 2026.






Til máls tóku:

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu breytingum á milli umræðna.

Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum frumvarp að starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 eins og það liggur fyrir.
Sveitarstjórn þakkar stjórnendum og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir vinnuna við áætlunina sem og þakkar kjörnum fulltrúum fyrir þeirra framlag.